Skandall

Sannleikurinn er sagna bestur

Vill stemma stigu við fjölgun öryrkja á íslandi. Hvernig þá? Gasa þá eða skjóta?

Það er furðulegt hvað fólk getur leyft sér að koma með niðurlægjandi og ærumeiðandi umsagnir um öryrkja í þessu þjóðfélagi.  Ein af þeim sem þar lætur frá sér furðuleg ummæli er Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, „sérfræðingur“ hjá VIRK starfsendurhæfingu þegar hún segir í viðtali við Viðskiptablaðið að Svíar, og Hollendingar hafi náð að stemma stigu við […]

Hver er ábyrgð lækna að senda ekki inn vottorð til TR sem verður til þess að öryrkjar missa bæturnar í allt að sex vikur?

Enn ein færslan á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur er í þeirri stöðu að missa tekjurnar frá Tryggingastofnun vegna þess að læknir sem tók að sér að endurmeta örorku sjúklings, sendi ekki vottorðið inn til Tryggingastofnunar í tíma.  Þar með falla bæturnar hjá viðkomandi einstaklingi niður og kostar hann þar að auki óteljandi ferðir og viðtöl […]

GJÖFIN TIL ÖRYRKJA 1. MAÍ 2017

Sá pistill sem hér fer á eftir er tekinn í heild sinni af vef Sósíalistaflokki Íslands. Ekki var fengið leyfi til að afrita hann né haft samband við höfundinn til að fá leyfi til birtingar enda er þetta pistill sem kemur öllum landsmönnum við og þeir þurfa að vita þetta. GJÖFIN TIL ÖRYRKJA 1. MAÍ […]

Leigupenni auðvaldsins ræðst á aldraða og öryrkja

Einhver verst gefni og aumasti leigupenni auðvaldsins sem fyrirfinnst á þessu skeri norður í ballarhafi sem Ísland er kallað sté fram í gær með pistil sem er svo vondur og ber andlegum veikindum höfundar slík merki að koma ætti aumingja manngarminum í viðeigandi meðferð. Páll Vilhjálmsson hefur lengi verið aðhlátursefni á samfélagsmiðlum fyrir skrif sín […]

Tryggingastofnun Ríkisins ætti með réttu að heita Niðurlægingarstofnun og fátæktargildra Velferðarráðuneytisins

Tryggingastofnun Ríkisins.  Bara tilhugsunin um þetta hús á horni Laugavegar og Snorrabrautar sendir ískaldan hroll niður eftir hrygglengjunni á mörgum öryrkjum og þeim sem þurfa að sækja þjónustu sína í þessa hryllingsstofnun.  Mjög margir bera því starfsfólki sem þar vinnur vel söguna en þær eru fleiri hryllingssöugurnar af fólk sem þar hefur farið inn og […]

Síðast var það Húsavík, nú er það Akranes

Árið 2014 hætti útgerðarfélagið Vísir allri starfsemi á Húsavík og sagði upp því starfsfólki sem þar starfaði eða bauð því að flytjast hreppaflutningum suður til Grindavíkur.  Talsvert mikið var fjallað um þetta í fréttum eitthvað fram á árið 2015 en að lokum dó umræðan út og varla hefur heyrst múkk um þetta mál síðan þrátt […]

Þingmenn, ráðherrar og almenningur níðast endalaust á lífeyrisþegum í orði og í gerðum

Þegar þingmenn og ráðherrar á íslandi taka einn þjóðfélagshóp fyrir og úthrópa þá sem honum tilheyra sem þjófa og bótasvikara og þess vegna þurfi að refsa þeim með þeim hætti að gera þeim ókleyft að komast af á þeim tekjum sem þeir fá skammtaðar af ríkisvaldinu, þá hlýtur það að setja stórt spurningarmerki þess efnis […]

4,7 milljörðum forgangsraðað í einum hvelli

Það hefur verið magnað að fylgjast með umræðum á alþingi undanfarna mánuði þegar ekki eru tl peningar í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið eða aðrar grunnstoðir samfélagsins en það er ekkert mál að búa til og að afgreiða í hvelli tæpa fimm milljarða úr ríkissjóði í þá botnlausu hít sem Vaðlaheiðargöngin eru án þess að alþingi taki […]

Íslandsbanki fær það óþvegið frá viðskiptavinum vegna herferðarinar „Það er hægt“

Herferð Íslandsbanka, „Það er hægt“ fær misjafna dóma hjá landsmönnum en fjöldinn allur af fólki hefur verið fengið til að tjá sig um verkefnið og mæla með því inni á viðskiptahluta vísis.is. Þar stígur fólk fram og segir sína sögu af fyrstu kaupum sínum á íbúðarhúsnæði en allir sem koma fram tala um hvað þetta […]

Ræstitæknar með betri laun en hópferðabílstjórar

Á meðfylgjandi mynd sem birt var á fésbókarhópnum „Rútu og hópferðabirfreiðaáhugamenn“ koma fram talsvert athyglisverðar upplýsingar. Þegar rýnt er í myndina og skoðaðar launatöflur fyrir hópferðabílstjóra annarsvegar og ræstitækni hins vegar, þá sést að byrjunarlaun ræstitækna við 20 ára aldur eru 1.780,86 krónur á tíman en hins vegar eru hópferðabílstjórar aðeins með í byrjunarlaun við […]

Skandall © 2017
%d bloggers like this: