Heilbrigðiskerfið hrunið. Læknar staðnir að vanrækslu við sjúklinga sem kostar þá lífið

Skoðað: 1078

Fyrsti dagurinn í læknanáminu.

Íslenska heilbrigðiskerfið er algjörlega hrunið vegna vanrækslu stjórnvalda og fjársveltis sem hefur orðið til þess að það er orðið lífshættulegt að veikjast á íslandi í dag.

Þær eru ekki fallegar sögurnar sem sagðar eru í Fésbókarhópnum; “Rétturinn til að lifa” sem stofnaður var fyrir síðustu helgi en þegar þetta er skrifað eru meðlimir þar orðnir rétt um 1.700 talsins og hryllingssögurnar úr heilbrigðiskerfinu á íslandi dælast inn í hópinn þar sem fólk lýsir því hvernig það sjálft og aðstendur þeirra hafa lent í heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega læknum sem hreinlega leggur líf þess í svo mikla hættu að dauði eða varanleg örkuml eru afleiðingarnar.

Læknir sem sinnir ekki sjúklingi sínum af kostgæfni, hlustar á hann og rannsakar öll einkenni sjúkdóma eða afleiðingar slysa er að brjóta sinn eið sem hann sór þegar hann menntaði sig til læknis og læknir sem þannig hagar sér er gjörsamlega óhæfur sem slíkur brjóti hann Hippókratesareiðinn.

Íslenska útgáfan er hér að neðan en sögu eiðsins má lesa hérna.

Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna.

Því miður virðist svo vera sem margir þeir læknar sem starfa á bráðadeildum landsins og á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum séu búnir að gleyma því í hverju starf þeirra felst þegar þeir senda sjúklinga heim með verkjalyf án skoðunar vegna alvarlegra blæðinga, sprungins botlanga, krabbameins og fleiri sjúkdóma sem samkvæmt öllu ætti að meðhöndla strax.

Nokkur dæmi um hryllinginn má finna hér en þið getið lesið þetta allt inni í hópnum.

í mars 2019 lennti ég i því sem að síðar í ljós kom að voru blæðingar í þörmum en ég kom inná bráðamóttöku náfölur og varla fannst blóðþrýstingur og flestallt rétt gert þar strax farið í að reyna að finna ástæðunna fyrir þessu blóðleysi og koma blóðþrýstingi upp en samkvæmt blóðrannsóknum var um alvarlegann blóðmissi að ræða og þegar búið var að koma mér úr lífshættu var ég lagður inna bráðalyflækningardeild en þar var einn læknir sem að var alveg búinn að mynda sér skoðun á því afhverju vanntaði allt þetta blóð í mig og kom þeirri skoðunn inn hjá öðrum læknum sem komu að minni meðferð þar en það var að ég átti að hafa verið að tappa blóðinu af mér sjálfur og meira segja gekk svo lang að fara að leita af nálaförum eftir nálar sem ég átti að hafa notað í það og lét leggja mig inná geðdeild þar sem ég var nauðungarvistaður í 72 tíma vegna meintrar sjálfskaðahegðunar.


2012 sprakk í mér botlanginn, ég fékk lækni heim sem sendi mig beint upp á Bráðamóttöku með sjúkrabíl. Þar var ég látin liggja í tvo sólarhringa með morfín í æð og ákveðið án rannsóknar að þetta væri botnlangabólga af vakthafandi lækni án rannsóknar. Læknirinn sem sendi mig upp á spítala gerði sér fulla grein fyrir að botlanginn væri sprunginn og ég bar öll merki þess. Ég var öskrandi af kvölum og með hálfgert óráð af rosalega háum hita, dælt í mig morfíni þegar hefði átt að skera mig umsvifalaust. Ég var ekki skorin fyrr en tveimur sólarhringum síðar. Af þeim sökum var rosaleg sýking búin að flæða um allt kviðarholið sem er lífshættulegt. Eftir aðgerðina þurfti að gefa mér öflug sýklalyf í æð, hitinn yfir 40°. Sýkingastuðullinn, CPR, var svo hár að hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð svona háa tölu. Ég var fársjúk og það þurfti margoft að styðja mig inn á klósett vegna óskemmtilegra áhrif á ristil og 4 sjúklingar á lyfjadeildinni þurftu að deila saman einu salerni. Ég lá þarna í marga daga, klósettið var þrifið á 3ja daga fresti svo það var oft ógeðslegt. Þegar sýkingarstuðulinn hafði lækkað talsvert, samt enn hár, þá var ég strax send heim. Tveimur dögum síðar var ég aftur komin með yfir 40 stiga og send aftur upp á sjúkrahús.


Og það er af nógu að taka líka sem hefur komist í fjölmiðla líka en tenglarnir eru allir þarna inni.

Skoðað: 1078

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir