Um okkur

Skandall er vefur sem er allrar athygli virði enda er meiningin að taka hér á málum sem eru oft illa reifuð í fjölmiðlum eða lítil eftirfylgni með.
Sjtórnmál spila stóran þátt í umfjöllun Skandals, enda snertir það okkur öll sem höfum íslenskan ríkisborgararétt, því allar aðgerðir alþingis og ríkisstjórnarinar koma okkur við og við EIGUM og VERÐUM að veita þeim það aðhald sem þeir þurfa.

Við munum því vinna í því að rifja upp loforð allra flokka og frambjóðenda fyrir kosningar, taka þeirra eigin orð og setja fram hér á vefnum, bera þau saman við það sem síðan hefur verið sagt og ritað af þessu sama fólki og sýna almenningi hvað það er mikill tvískynnungur og fals í sumum frambjóðendum, núverandi þingmönnum og ráðherrum sem jafnvel hafa verið svo óforskammaðir að þræta fyrir sín eigin orð og loforð eftir að þeir komust til valda.

Það verður stungið á kýlum hérna og samfélagsmiðlarnir fá að njóta sín því oft hefur fólk sögur fram að færa úr sínu daglega lífi sem eru fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum til háborinar skammar, sér í lagi þegar ekkert er gert til að laga hlutina en í staðin þrætt fyrir að eitthvað sé að eða þá reynt að réttlæta framkomuna við viðskiptavinina.

Bloggarar eru öflugur hópur sem sumir hverjir mættu vera sýnilegri og meira áberandi meðan aðrir þeir sem bera eintómt kjaftæði og bull á borð fyrir almenning væru betur geymdir í ruslinu.  Á ég þar sérstaklega við málpípur ákveðina afla í þjóðfélaginu sem nota svona einstaklinga til að snúa sannleikanum í umræðunni á hvolf og reyna að telja almenningi trú um að hvítt sé svart og svart sé hvítt.
Þeir einstaklingar verða listaðir upp sérstaklega sem óvinir þjóðarinar og bloggfærslur þeirra teknar og tættar í sundur lið fyrir lið og sýnt fram á hvernig blekkingar þeirra eru í raun.
Þeir vita hverjir þeir eru sem þannig blogga og þeir mega því alveg fara að hugsa sinn gang í skrifum sínum.

Við erum enn að vinna í að koma vefnum í gang og mörg mál eru á borðinu sem þarf að setja af stað og koma fyrir almenningssjónir til að koma af stað umræðum um þau.
Við sem að vefnum stöndum viljum því hvetja þig til að fylgjast með og benda þínum vinum á vefinn og vitir þú um góða penna og fólk sem er tilbúið að senda inn greinar og pistla, nú eða taka fyrir einhver sérstök málefni, þá er um að gera að senda okkur póst og láta okkur vita.

Hver sá sem skrifar greinar á Skandall.is er ábyrgur fyrir sínum skrifum og eigendur og stjórnendur Skandall.is taka enga ábyrgð á skrifum þeirra sem skrifa umsagnir við greinar og pistla á vefsvæðinu.

Eigandi og ábyrgðarmaður Skandall.is er Jack Hrafnkell Daníelsson.

Skandall.is