Frítekjumark öryrkja á bara við um grunnbæturnar sem eru um 60 þús á mánuði

Skoðað: 1937

Af og til spretta upp umræður á samfélagsmiðlum vegna skerðinga almannatrygginga á bótum öryrkja og furða sumir sig á því að frítekjumarkið sem er í dag um 200. þúsnd krónur á mánuði skuli skerða bætur almannatrygginga þó viðkomandi sé með minna en það í tekjur á mánuði.

Skýringin er þó ekki eins flókin og margir halda þar sem það eru aðeins grunnbæturnar, örorkubæturnar sjálfar sem eru aðeins 59.678,- krónur á mánuði sem aldrei skerðast en allar aðrar aukagreiðslur Tryggingastofnunar skerðast frá fyrstu krónu um leið og viðkomandi fær einhverjar tekjur.

Með því að fara í reiknivél TR er nokkuð auðvelt að sjá hvað bætur og aukagreiðslur skerðast mikið eftir tekjum og með því er þannig hægt að reikna út hvort það hreinlega borgi sig að fara í vinnu ef skerðingarnar verða það miklar að fólk er hreinlega farið að borga með sér, það er að segja að kostnaður að meðatöldum skerðingum er orðin meiri en launin sem viðkomandi fær.

Þeir öryrkjar sem fá greiðslur frá lífeyrissjóði eru skertir 100% eða um krónu á móti krónu.

Ráðherrar og þingmenn sem hafa talað um að það þurfi að hvetja lífeyrisþega til að fara út á vinnumarkaðin eru eins og lélegur brandari meðan þetta sama fólk sér til þess að atvinnutekjur öryrkja fara allar beint í rikiskassan vegna skerðinga.
Til þess að það sé einhver hvati fyrir öryrkja að fara út á vinnumarkaðinn þá þarf fyrst að stoppa þennan þjófnað sem skerðingarnar eru í dag.

Skoðað: 1937

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir