Author: Jack

Jack Hrafnkell Daníelsson er fæddur síðla í janúar 1965 í Reykjavík en ólst upp til tveggja ára aldurs í Hvallátrum á Breiðarfirði hjá foreldrum sínum, Daníel Jónssyni og Steinunni Bjarnadóttur sem þar bjuggu ásamt foreldrum Daníels, Jóni Daníelssyni og Jóhönnu Sesselju Friðriksdóttur. 1968 festu þau Daníel og Steinunn kaup á jörðinni Drangar á Skógarströnd og fluttu þangð 1968 á H-daginn og bjuggu þar í 32 ár með hefðbundin búskap. Ég skrifa líka af og til pistla í Kvennablaðið. Reyni ég að hafa efni þeirra eins ítarlegt og vandað eins og mér er kleyft og legg mig fram um að vanda skrifin og heimildaöflunina í skrifum mínum.