Fjármagnstekjur vs launatekjur. Hvernig virkar það?
Skoðað: 2692
Fjármál og skattamál er eitthvað sem fólk spáir almennt lítið í alla jafna nema sínum eigin og sú umræða sem er örlítið farin að rúlla varðandi fjármagnstekjur einstaklinga þarfnast greinilega útskýringa á mannamáli svo fólk átti sig á því hvað um er að ræða þegar einstaklingar greiða sér lág laun, alla jafna undir 100 þúsund krónum á mánuði en síðan tugi milljóna í fjármagnstekjur á mánuði.
Það er ekki auðvelt að útskýra þetta á mannamáli enda kerfið gífurlega flókið og ekki bætir úr skák að allt er þetta skrifað á lögfræði og stofnanamáli sem gerir það enn flóknara fyrir leikmann eða hinn almenna borgara að átta sig á hlutunum og flestir hreinlega gefast upp á að reyna að skilja þær flóknu útskýringar sem er að finna á vef Ríkisskattstjóra.
Almennar launatekjur:
Allir sem fá laun og bætur gera sér grein fyrir því að af þeim eru dregnir skattar upp á 36.94% af tekjum sem eru 0 – 927.087 kr. (þar af 22,50% tekjuskattur) en á móti kemur siðan persónuafsláttur sem er í dag 56.447 krónur og kemur hann til frádráttar á staðgreislu launatekna.
Þeir sem eru með hærri laun borga hærra prósentuhlutfall í skatta, 46,24% af tekjum yfir 927.087 kr. (þar af 31,80% tekjuskattur).
Þannig hefur sá sem fær 450 þúsund í heildarlaun útborgað samkvæmt reiknivél RSK, 326.866, greiðir þar með 103. 134,- krónur í staðgreiðslu skatta eins og meðfylgjandi útreikningar sýna.
Hver sem er getur farið inn á vef RSK og reiknað út staðgreiðslu af sínum launum eða búið til dæmi til sjá hvað mikið viðkomandi greiðr í staðgreiðslu skatta af launatekjum sínum.
Af öllum launatekjum reiknast síðan útsvar sem fer til sveitarfélagsins sem viðkomandi er búsettur í og hefur lögheimili og er útsvarið ákveðin prósenta af heildarlaunum viðkomandi yfir árið.
Útsvarsprósentan er þó mishá eftir sveitarfélögum. Á árinu 2019 er meðalútsvar 14,44%, lágmarksútsvar er 12,44% en hámarksútsvar 14,52%.
Látum þetta gott heita í bili enda ekki vert að vera að gera flókna hluti of flókna og snúum okkur að fjármagnstekjunum.
Fjármgagnstekjur einstaklinga:
Fjármagnstekjuskattur er lagður á skattskyldar fjármagnstekjur einstaklinga, sem eru vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar. Söluhagnaður af eignum einstaklinga getur þó verið skattfrjáls eftir eignarhaldstíma eða tegund eigna.
Við hvetjum fólk til að kynna sér þessa flokka hér að ofan með því að smella á tenglana og lesa sér til um hvern einstakan flokk ef það er áhugi á að kynna sér hlutina í þaula því það er of mikið mál að fara að setja inn allt þetta lesefni í einn pistil og gerir hlutina bara flóknari en nauðsyn ber til.
Grunnpunkturinn er eftir sem áður sá að sá sem greiðir sér fjármagnstekjur borgar lægri skattaprósentu en ef um launatekjur væri að ræða og af fjármagnstekjum fá sveitarfélögin ekki eina einustu krónu því ríkið hirðir allt.
Það er fjöldi einstaklinga sem stunda það á íslandi að telja aðeins fram örfáa tugi þúsunda á mánuði sem launatekjur en telja síðan restina fram, oftast tugi milljóna á mánuði sem fjármagnstekjur á skattaskýrslum. Þetta gerir það að verkum að sveitarfélögin verða af milljaraða tekjum á hverju ári þar sem ekkert útsvar er greitt af fjármagnstekjum.
Þeir einstaklingar sem greiða sér fjármagnstekjur búa þó við sama rétt og hinn almenni borgari sem hokrar af rúmlega 200 þúsund krónum á mánuði og greiðir sitt útsvar til sveitarfélagsins því fjármagnstekjuþyggjandinn fær alla þjónustu sveitarfélagsins sem hann býr í sér nánast að kostnaðarlausu því lítið sem ekkert leggur hann til samfélagsins sem hann býr í.
Í fyrri pistli okkar er könnun sem við hvetjum alla til að taka þátt í en sú könnun er opin til 27. sept næstkomandi þar sem við viljum fá álit ykkar á því hvort skattleggja eigi fjármagnstekjur einstaklinga til jafns við það sem gerist í nágranalöndum okkar, en það munar nærri helming á þvi hvað hann er lægri á íslandi en á hinum norðurlöndunum og eins spyrjum við hvort rukka eigi útsvar af fjármagnstekjum einstaklinga til að efla og styrkja sveitarfélögin sem viðkomandi einstaklingar búa í og þyggja þjónustu af.
Allar upplýsingar eru fengnar af vef Ríkisskattstjóra og við hvetjum fólk til að kynna sér hlutina af eigin raun og nota reiknivélar sem þar er að finna.
Að lokum minnum við á styrktarreikning okkar en hann má finna með því að smella hérna.
Skoðað: 2692