Landsbankastjóri úr öllum raunveruleikatengslum

Skoðað: 4910

Veruleikafirrtur bankastjóri. MYND: Skjáskot af Vísir.is
Veruleikafirrtur bankastjóri.
MYND: Skjáskot af Vísir.is

Það er furðulegt og í raun alveg ótrúlegt að fylgjast með fréttum þessa dagana úr heimi stjórnmála og fjármála í landinu þar sem fólk sem lifir og hrærist í þessum heimum virðist vera úr öllum tengslum við raunverulegt ástand í landinu og sér ekki hvernig það er kerfisbundið verið að rústa heilbrigðiskerfinu, svelta öryrkja og aldraða og almennun launum haldið svo lágum að fólk kemst ekki einu sinni af á þeim.

Einn af þeim sem hefur opinberlega sýnt og sannað að hann er algjörlega úr sambandi við þjóðfélagið er Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, en hann var í viðtali á Eyjunni í kvöld þar sem hann opinberaði og sannaði að hann lifir í allt öðrum heimi en íslendingar.

Í þættinum sagði hann meðal annars þetta:

Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin, að þar væri bjart fram undan á næstu árum og hagvaxtaspár góðar.

Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. 

Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008.

Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.

Það er alveg þess virði að lesa fréttina og hlusta á viðtalið við Steinþór því þarna fer maður sem er í raun hættulegur íslensku þjóðfélagi öllu.  Hann er ekki í neinum tengslum við það sem raunverulega er að gerast í þessu þjóðfélagi og sést það best á umsögnum fólks við fréttina því þar fær hann svo sannarlega allt annað en góðar umsagnir frá fólki enda sýnir meðfylgjandi mynd allt annað heldur en Steindór er að tala um.
Sú mynd sýnir sannleikann í sinni svörtustu mynd.

Myndin sem fylgir þessum pistli er skjáskot af Vísir.is þar sem fyrsta frétt var viðtalið við Steindór en litlu myndirnar tvær eru af næstu fréttum á undan sem lýsa vel því ástandi sem er í heilbrigðiskerfinu og hvað það er sem sjúklingar upplifa þegar þeir þurfa á þjónustu þess að halda.

Það eru nefnilega menn eins og Steinþór Pálsson og fólk af hans sauðahúsi sem eru hættulegasta fólkið í þessu landi því það hvorki veit né skilur hvað raunverulega er í gangi en lifir í sýndarheimi blekkinga sem það hefur komið sér upp í exelskjölum og trúir því að þar sé hinn eini heilagi sannleikur.
Amen!

Skoðað: 4910

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir