Hér eru nokkrir nýir eigendur Íslandsbanka

Skoðað: 1216

Nýir eigendur Íslandsbanka. Fólkið sem hefur arðrænt þig frá því fyrir hrun.

Hvernig er það með fólk svona almennt , er það alveg sátt við að vera í viðskiptum við banka þar sem eigendurnir hér að neðan eru með eftirfarandi viðskiptasögu?

  • Einn er nýkominn af Kvíabryggju, dæmdur fyrir umboðssvik o.fl.
  • Annar fékk átta mánaða dóm, einnig fyrir umboðssvik o.fl.
  • Enn annar er með Interpol á hælunum, hann var stjórnarformaður Glitnis í hruninu og þurfti að horfa á eftir bankastjóra sínum og mörgum öðrum starfsmönnum í steininn og hann hefur nú réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á Samherja vegna meintra lögbrota í Namibíu og víðar.
  • Einn hrunverjinn enn fékk að auki nýlega á sig kæru fyrir kynferðisofbeldi.
  • Enn annar (faðir fjármálaráðherrans) forðaði 500 mkr. út úr Sjóði 9 í Glitni til Flórída þrem dögum fyrir þjóðnýtingu bankans meðan aðrir viðskiptavinir bankans brunnu inni með allt sitt og sonurinn seldi allt sitt í Sjóði 9 í sömu svifum.
  • Einn kaupandinn enn er eigandi dagblaðs sem mærir Pútín og Trump á víxl.
  • Og svo eru þarna ýmsir aðrir minni spámenn úr hópi hrunverja.

Þarna er sem sagt rjómi rjómans í viðskiptalífinu – crème de la crème eins og Frakkar myndu segja.

Fjármálaráðherra er upphafssmaður og aðalarkitekt þessarar ósvinnu.

Listanum er stolið úr grein Þorvaldar Gylfasonar á Stundinni.

Skoðað: 1216

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir