Hjólastóll sem kemst upp tröppur
Skoðað: 1658
Það er alltaf gleðiefni þegar kemur fram ný tækni sem auðveldar hreyfihömluðum lífið og að komast um sem frjálsastir ferða sinna. Við höfum ekki verið nógu dugleg hér á Skandall að benda á slíkar tækninýjungar en við rákumst á umfjöllun um hjólastól sem er nýr af nálinni og gefur hreyfihömluðum enn meira svigrúm til sjálfstæðis og komast á staði sem þeim áður hafa verið lokaðir.
Zack Nelson sem heldur úti Facebooksíðu sem heitir Jerry Rig Everything þar sem hann er með fjölbreytt efni um allskonar tæknimál, meira að segja tók hann gamlan Hummer jeppa, reif úr honum mótorinn og skiptinguna og rafvæddi kvikindið. Hann sýndi allt ferlið og er með það á Youtuberás sinni en einnig er hann á Instagram og síðan sína eigin vefsíðu.
Nóg um kvikindið, snúum okkur að þessum hjólastól og skoðum hvað hann og kærastan hans sem bundin hefur verið við hjólastól í 17 ár segir um þessa nýju tækni.
Myndbandið er í innlegginu hans hér að neðan og við hvetjum alla til að skoða þessa tækni sem þarna er komin fram enda er þetta eitthvað sem á framtíð fyrir sér en þessi stóll kom á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum en hann er í raun enn á tilraunastigi og á örugglega eftir að þróast meira ásamt því að verða enn tæknilegri en nú er.
Við minnum svo á kaffikaupastyrktarhnappinn hér til hægri á síðunni.
Skoðað: 1658