UPPFÆRT! Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðjóni Sævari Guðbergssyni

Skoðað: 301

UPPFÆRT!

Betra seint en aldrei en Guðjón fannst heill á húfi daginn eftir að auglýst var eftir honum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðjóni Sævari Guðbergssyni, 59 ára.  Guðjón er búsettur á Hringbraut í Reykjavík, en ekkert er vitað um ferðir hans undanfarna daga. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Guðjóns, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Guðjón, sem er grannvaxinn, með mikið skegg og axlarsítt hár, er líklega klæddur í brúnan leðurjakka með hvítum loðkraga, lopapeysu, svartar buxur og ljósbrúna Dewalt vinnuskó.

Skoðað: 301

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir