Blaðamaður smíðar falsfrétt

Skoðað: 773

Falsfréttablaðamaður VB og Moggans, Andrés Magnússon.

Einn er sá blaðamaður, ef blaðamann skyldi kalla, sem lætur sér staðreyndir og sannleika í léttu rúmi liggja en skáldar upp, afvegaleiðir og fer þá leið að hreinlega smíða falsfréttir og hreinlega ljúga upp á fólk ef svo ber undir.

Nýjasta afurð “blaðamannsins” er að halda því fram að Þing­menn sem fjalla um um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt hafa af­greitt um­sókn­ir frá fólki sem þeir hafa haft tengsl við, per­sónu­lega eða úr fyrri störf­um.

Þessi “blaðamaður” heitir Andrés Magnússon og er “blaðamaður” á Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu en einnig hefur sá orðrómur verið uppi í nokkuð mörg ár að hann standi að baki Facebooksíðunni “Kosingar” þar sem pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voru rakkaðir niður, logið upp á þá ýmsum sökum og allt gert til að knésetja þá í kosningabaráttum liðina ára.  Þar skrifar hann greinar og hugleiðingar undir nokkrum dulnefnum og það þarf ekki langan tíma til að staðreyndatékka skrif hans til að átta sig á því að þar er bara sagt það sem henta þykir til að koma höggi á pólitíska andstæðinga en staðreyndir og sannleikur er í hans huga ruslahaugamatur.

Nýjasta árásin hjá honum núna, þar sem hann skrifar undir nafni “frétt” á mbl.is, er að ráðast að Arndísi Önnu Kristínar Gunnarsdóttur þingmanni Pírata og saka hana um að ganga hagsmuna hælisleitenda og flóttafólks sem sækir um ríkisborgararéttindi á Íslandi.

Þessi frétt er svo illa unnin og svo uppfull af staðreyndavillum sem hugsast getur að hún getur varla verið neitt annað en brot á siðareglum BÍ sem nýbúið er að uppfæra og samþykkja að í raun ætti að senda inn kæru vegna þess til Blaðamannafélagsins.

Arndís deildi því á Facebooksíðu sinni að hún hefði talið í lagi, þrátt fyrir að vita að Andrés væri ekki faglegasti blaðamaður landsins, að svara nokkrum spurningum, spurningum sem hann síðan gerði “frétt” úr sem var eingöngu til þess að gerð að kasta rýrð á þingmanninn á sem ógeðfeldastan hátt og gera hana ótrúverðuga í vinnu sinni sem þingmaður.

Þetta eru spurningarnar og svörin sem Arndís fékk:

1. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur áður en þú varst kjörin á Alþingi?
Ég hef starfað í málaflokknum með einum eða öðrum hætti frá árinu 2007. Hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hef ég sinnt með hléum í um 14 ár, fyrst sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi frá 2009-2014. Þá tók Rauði krossinn við talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd samkvæmt samningi við innanríkisráðuneytið, og var ég fyrsti lögfræðingurinn sem ráðin var til þeirra starfa. Því hlutverki gegndi ég í fullu starfi til ársins 2017, og áfram í hlutastarfi samhliða doktorsnámi út árið 2020, þegar ég ákvað að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Fram að kosningum starfaði ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður og voru umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðal umbjóðenda minna í þeim störfum. Þegar ég var kjörin á þing í september 2021 lokaði ég lögmannsstofunni minni og öll ókláruð verkefni færðust yfir til annarra lögmanna.
2. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt, sem komið hafa til kasta Alþingis?
Líkt og á við um aðra nefndarmenn hefur það komið fyrir að einstaklingar sem ég hef haft kynni af, í gegnum fyrri störf mín eða með öðrum hætti, séu í hópi þeirra sem sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Þegar slíkt gerist gerum við öðrum nefndarmönnum skýra grein fyrir því þegar farið er yfir umsókn viðkomandi einstaklings. Nefndin velur úr umsækjendum samhljóða og ekki eru greidd atkvæði, heldur fer einstaklingur einungis á listann ef öll eru sammála.
3. Lauk slíkri hagsmunagæslu um leið og þú tókst sæti á Alþingi?
Já.
4. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú fjallað um eða komið að afgreiðslu mála þeirra í nefndinni eða undirnefnd eða í þingsölum?
Sjá svar við spurningu 2.
5. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú þegið einhver gæði, gjöf eða „þakklætisvott“, stór eða smávægileg, í framhaldi af veitingu ríkisborgararéttar?
Nei.
Þessu tókst Andrési að snúa yfir í þessa dæmalausu þvælu eins og honum einum er lagið.

Þing­menn sem fjalla um um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt hafa af­greitt um­sókn­ir frá fólki sem þeir hafa haft tengsl við, per­sónu­lega eða úr fyrri störf­um. Und­ir það fell­ur hags­muna­gæsla fyr­ir þessa sömu um­sækj­end­ur.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, staðfest­ir við Morg­un­blaðið að hún hafi fjallað um um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt frá eig­in skjól­stæðing­um í fyrra starfi og seg­ir að það eigi einnig við um aðra nefnd­ar­menn.

Fjaðrafok varð á Alþingi í liðinni viku þegar Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra vék að orðrómi um að ein­hverj­ir kynnu að hafa verið beggja vegna borðs við af­greiðslu um­sókna um rík­is­borg­ara­rétt og upp­lýsti síðar að hann hefði átt við Arn­dísi Önnu.

Þarna er engin fagmennska í gangi, engin heiðarleiki, ekkert siðferði aðeins rógburður og skítkast.

Við minnum svo á kaffistyrktarkaupatakkann hérna hægra megin.

Skoðað: 773

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir