Fékk styrk til að jarða manninn sinn nú hirðir ríkið af henni húsaleigubæturnar í refsingarskyni

Skoðað: 6794

Fækka skal öryrkjum með öllum ráðum.

Enn berast okkur hér á Skandall sögur af ótrúlegri mannvonsku þeirrar ríkisstofnunar sem á að vera stuðningur og hjálp við þá sem tapað hafa heilsunni og komast ekki af nema á örorkubótum.  Kerfi sem er búið að gera þannig úr garði að ekki minnsti möguleiki er á því fyrir fólk að lifa af á þeim lúsarbótum sem stjórnvöld skammta þessu fólki heldur er allt sem hægt er að rífa af þessu fólki tekið af því í formi skerðinga sem settar voru á eftir hrunið 2008 og áttu að falla úr gildi í febrúar 2013 en var síðan svikið af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ráðuneyti hennar.

Þriðja apríl á þessu ári birtum við grein um konu sem hafði misst manninn sinn og þar sem hún átti rétt á dánarbótum upp á 50 þúsund krónur á mánuði í hálft ár en hvað gerir ríkið?  Jú.  Það hreinlega stelur þessum bótum af ekkjunni þannig að eftir standa 7 þúsund krónur af þeim og núna í dag fengum við fréttir af því að það eigi að taka af henni húsleigubæturnar þar sem hún fékk styrk til að jarða manninn sinn.

Þetta kerfi hérna á Íslandi er langt frá því að vera manneskjulegt. Ef maður fær eitthvað pínu auka þá er það tekið af manni einhversstaðar. Nú fékk ég dánarbætur frá Tryggingastofnun og þá var tekið af mér uppbót vegna lágra tekna,þannig að ég fæ 1000 kr meira en ég fékk áður. Nú er verið að taka af mér allar húsaleigubætur, haldið ykkur, vegna þess að ég fékk styrki til að halda útför fyrir eiginmann minn. Þeir segja að ég hafi haft þetta í tekjur til að framfleyta mér.
Ég er ekki að grínast.
það er ekki fyrsti apríl.
Svo eiga þeir örugglega eftir að taka af örorkunni minni.
Ísland besta land í heimi.

Það segir sig sjálft að það er ekkert, nákvæmlega ekki neitt sem er í lagi með svona hegðun eða framkomu við fólk sem er algjörlega upp á náð og miskunn stjórnvalda komið og það segir líka heilmikið um þá stjórnálamenn sem láta þetta óréttlæti og þennan skammarlega þjófnað viðgangast á sinni vakt svo maður tali nú ekki um ráðherra þessara málaflokka, félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra en þó síðast en ekki síst um forsætisráðherrann sem gjammaði hvað hæst um það, að fátækt fólk ætti ekki að þurfa að bíða eftir réttlæti.  Að láta það bíða eftir réttlæti væri það sama og neita því um réttlæti.

Þessi kona er núna búin að sitja sem forsætisráðherra í tæp fimm ár og ef eitthvað er þá bólar ekkert á þessu réttlæti sem hún talaði svo mikið um en hins vegar hefur óréttlætið aukist ár frá ári undir hennar stjórn og kaupmáttur fátækasta fólksins rýrnað ár frá ári meðan laun hennar hafa hækkað sem nemur hálfum mánaðarlaunum öryrkjarns.  Öryrkinn má þakka fyrir að fá skitnar 6 til 8 þúsund krónur í hækkunn á ári undir hennar stjórn.

Endilega deilið þessum pistli inn á siður stjórnmálaflokkana og eins inn á siður þingmanna og ráðherra á samfélagsmiðlum svo þeir fari að átta sig á því að þeir eru hreinlega að myrða fólk með aðgerðum sínum, eða öllu heldur aðgerðarleysi.

Skoðað: 6794

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir