Öryrki fékk tekjur upp á 10.500 krónur, skatturinn tók 2.200 restina hirti TR

Skoðað: 2938

Hið rétta andlit Katrínar J.

Enn berast sögur af rányrkju ríkisins og Tryggingastofnunar á öryrkjum.  Stöðufærsla sem öryrki setti á samfélagsmiðla segir frá því að hann fékk 10.500 krónur vegna smá aukatekna en þegar upp var staðið hirti ríkið hverja einustu krónu af því.
Skatturinn tók 2.200 krónur restina hirti TR í formi skerðingar.

Þetta sýnir enn einu sinni hvað þetta kerfi er gjörsamlega sturlað, að hver einasta króna sem öryrki reynir að vinna sér inn með lögmætum hætti er hirt af honum í formi skatta og skerðinga af ríkinu.

Svo furðar fólk sig á því að öryrkjar reyni frekar að fá svarta vinnu þegar komið er svona fram við það?

Útaf uppgjöri á kjarasamningum og þannig hlutum þá fékk ég smá aukatekjur árið 2021, þetta var ekki nema rétt um 10500 kr eða svo. Í gegnum skerðingar hjá Tryggingarstofnun er það allt saman tekið til baka og ég þarf að endurgreiða Tryggingarstofnun til baka næstum því 7700 kr eftir að skattur er dreginn frá.

Þingmenn og ráðherrar bera fulla ábyrgð á þessu ástandi og það er komin tími til að þeir standi undir þeirri ábyrgð sem þeir bera og þá sérstaklega Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson sem hafa viðhaldið þessu ástandi og gert það verra og verra með hverju árinu síðustu tæpu fimm árin því svona haga sér aðeins einstaklingar sem eru svon illa innrættir að þeir njóta þess að níðast á þeim sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

Deilið þessu á alla sem þið þekkið og sérstaklega á samfélagsmiðlasíður þingmanna og ráðherra stjórnarflokkana.

Skoðað: 2938

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir