Níðingsháttur stjórnvalda á öryrkjum heldur áfram

Skoðað: 2931

Ræðan sem skilaði Kötu á stól forsætis en síðan hafa kjör ífeyrisþega bara versnað.

Það verður seint séð að níðingsháttur stjórnvalda á veiku og örkumla fólki hætti því það sem vinstri hendin réttir til öryrkja rífur sú hægri af þeim með vöxtum, dráttarvöxtum og öllu sem nöfnum tjáir að nefna.

Stöðufærsla ónefnds öryrkja gengur nú ljósum logum um samfélagsmiðla.

Tryggingastofnun skítur upp á bak þessa daganna ! Eins og margir vita fengu öryrkjar endurgreiðslu í ágúst mánuð, vegna nýrra laga með framfærslu á uppbót, mikið var maður heppin þá og fyrsta sinn er komin eh hækkun á greiðslum heilar 5þús auka matarpeningur fyrir viku ! …
Núna dirfast þeir að senda öllum rukkun vegna ofgreiðslu ! Var ég að vonast til að sleppa vera í þeim hóp en nei ! Sjaldan hef ég verið eins reið, og rifið niður bréf því í gær kom rukkun upp á 180 þús kr sem ég ÞARF að borga næstu mánaðarmót ! Þá standa eftir 160 þús kr allt í allt… og þá á maður eftir að borga reikninga = – kr eftir. Hvernig reikna þeir þetta út ?! Og hvernig geta þeir gert þetta !! Takk , takk kærlega fyrir að gera næstu mánaðarmót ömurleg fyrir mig og barnið ! Og Takk kærlega fyrir að niðurlæga okkur öryrkja sem hafa ekkert gert ykkur nema jú fá frá ykkur bætur.

Í tvö ár hefur Katrín Jakobsdóttir haft tækifæri til að standa við þau stóru orð er hún viðhafði á alþingi þann 13. sept 2017 í ræðu sinni við stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, ræðu sem skilaði flokki hennar og henni yfirburðarstöðu í kosningunum skömmu síðar sem varð til þess að hún varð forsætisráðherra, en ekkert hefur gerst nema sultarólin hjá öryrkjum og lífeyrisþegum almennt hefur verið hert enn meira.

Ræðuna má hlusta á hér að neðan.

Skoðað: 2931

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir