Aðeins samþykkt vantrauststillögu á dómsmálaráðherra getur bjarga VG frá algjöru fylgishruni

Skoðað: 619

Einhliða ákvörðun dómsmálaráðherra að vopna lögregluna án aðkomu alþingis.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það er nokkuð ljóst að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri Grænna er í gífurlegri klemmu vegna vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna brota hans á 1. mgr. 51. gr. þingskapa, dylgja um að nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu þegið “mútur” af hendi þeirra einstaklinga sem veittur hefði verið ríkisborgararéttur og bannað Útlendingastofnun að afhenda nefndinni þau gögn sem henni er nauðsynlegt að hafa til að hægt sé að veita einstaklingum ríkisborgararétt.

Annað er það að hann laug því síðan seinna að hann hefði aldrei bannað Útlendingastofnun að afhenda gögnin til nefndarinar og þar var hann gripinn glóðvolgur, reyndar sjóðheitur, því í umræum á alþingi á síðasta ári sagði hann það úr ræðustól alþingis að hann hefði skipað útlendingastofnun að afhenda gögnin ekki.

Síðan er það rafbyssuvæðing lögregluna.
Þar fólk hann algjörlega á svig við lög og reglur þegar hann tók þá ákvörðun án aðkomu þingsins og ríkisstjórnar að rafbyssubæða lögregluna.

Líkkistuinnflutningur Jóns er svo annar angi út frá þessu rafbyssumáli en það mega samsæriskenningasmiðir gjarnan ræða sín á milli hvort þar komi ráðherrann til með að hagnast þegar rafbyssurnar verða teknar í notkunn.

Fjársvelt landhelgisgæsla er enn einn skandallinn á borði þessa ráðherra en það vakti furðu á þriðjudaginn var þegar í ljós kom að ekki var hægt að kalla þyrlu gæslunar í útkall þar sem engin áhöfn var til staðar til að manna hana.

Sjálfsagt hægt að finna fleira þessum ráðherra til foráttu og vansa en við látum staðar numið í bili hérna.

Það ætti að vera nokkuð ljóst að verði vantrauststillagan felld af þingmönnum Vinstri Grænna, þá getur Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur hennar gleymt því að komast á þing næst þegar verður kosið til alþingis enda ljóst að allt traust til flokksins er fokið út í veður og vind vegna þjónkunar hans við Sjálfstæðisflokkinn og þá stjórnarhætti sem þar eru stundaðir, sbr í málum Jóns Gunnarssonar.

Katrín getur þó bjargað stjórnarsamstarfinu með því að láta Jón taka pokann sinn og skipta honum út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en gert var ráð fyrir því að hún tæki hvort sem er við dómsmálaráðuneytinu í mars á þessu ári samkvæmt því sem tilkynnt var í upphafi kjörtímabilsins.
Það mun samt ekki breyta neinu þegar kemur að fylgistölum Vinstri Grænna nema þingflokkurinn og ráðherrar fari að taka sig á og standa uppi í hárinu á Sjálfstæðisflokknum og formanni hans sem öllu virðist ráða í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en restin dinglar bara með, nánast gagnslaus í því að vinna að hag almennings í landinu.

Það besta sem gæti hins vegar gerst væri að stjórnarsamstarfinu yrði heinlega slitið og boðað til kosninga starx í vor.

Vantrauststillagan verður á dagskrá alþingis klukkan 10:30 í dag og má fylgjast með beinni útsendingu með því að smella hérna.

Hér að neðan er síðan myndband sem gefur nokkuð raunsæa mynd af því hvernig samflokksmenn Jóns reyna að verja hann með upphrópunum og hreinum lygum í ræðustól alþingis.
Meðvirknin með lygum og dylgjum Jóns Gunnarssonar er hreint út sagt ógeðsleg.

Skoðað: 619

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir