Rétt dugar til að kaupa viðhaldsdýra druslu. styrkur ekki hækkað í mörg ár
Skoðað: 1483
Margir öryrkjar eru í þeirri stöðu í dag að þeim er nánast ókleyft að komast ferða sinna nema í eigin farartæki og bíll kostar sitt ef hann á að endast í einhver ár með góðu viðhaldi og þjónustu. En allt kostar þetta sitt og fyrir átta árum var hægt að fá sæmilega druslu fyrir 350 þúsund krónur en í dag kanski, mögulega og þó varla hægt að fá einhverja druslu sem hangir saman á lyginni, er dýr í rekstri og þarf mikið viðhald.
Styrkur Tryggingastofnunar ríkisisin til bílakaupa hefur ekki hækkað um eina einustu krónu í fjölda ára og svo sannarlega ekki fylgt þróun launavísitölu né vísitölu neysluverðs sem gerir það að verkum að fá slíkan styrk er í raun bjarnargreiði við öryrkjan sem þarf oftar en ekki að kosta miklu til reksturs og viðhalds bíls í þeim verðflokki.
Á vef TR kemur eftirfarandi fram þegar skoðaðar eru upplýsingar um styrki vegna bifreiðakaupa og rekstur bíls.
Einstaklingar með hreyfihömlun geta átt rétt á uppbót til reksturs bifreiðar eða uppbót/styrk til kaupa á bifreið. Með líkamlegri hreyfihömlun er átt við sjúkdóm eða fötlun sem skerðir verulega færni til að komast ferða sinna. Blindir sem og aðrir sem ekki hafa gilt ökuskírteini geta átt rétt en verða þá að hafa annan heimilismann til að keyra bílinn.
Markmið með styrkjum og uppbótum vegna bifreiða er að gera hreyfihömluðum einstaklingum kleift að stunda atvinnu, skóla og sækja reglubundna endurhæfingu eða læknismeðferð.
Hægt er að sækja um uppbót og styrk til bifreiðakaupa á 5 ára fresti.
Með umsókn þarf að skila hreyfihömlunarvottorði frá lækni. Ef umsækjandi hefur þegar skilað inn hreyfihömlunarvottorði til TR nægir að vísa til þess.
TR er heimilt að óska eftir áliti Sjúkratrygginga Íslands á þörf umsækjanda fyrir hjálpartæki og bifreið.
Uppbót til bifreiðakaupa er að fjárhæð 360.000 kr. Fyrir þá sem eru að kaupa bifreið í fyrsta sinn á ævinni þá er fjárhæðin 720.000 kr. (Þessi upphæð hefur ekki hækkað síðan 2013 insk.)
Heimilt er að veita styrk að fjárhæð 1.440.000 kr. til að kaupa bifreið sem nauðsynleg er vegna þess að líkamsstarfsemi er hömluð eða vantar líkamshluta. Þá er heimilt að veita styrk til framfæranda hreyfihamlaðs barns sem njóta umönnunargreiðslna samkvæmt nánari skilyrðum:
- Umsækjandi þarf að vera hreyfihamlaður og vera t.d. bundinn hjólastól og/eða notar tvær hækjur að staðaldri.
- Umsækjandi þarf að vera sjúkratryggður hér á landi.
Heimilt er að veita styrk sem nemur allt að 60% af kaupverði bifreiðar, það er grunnverði án aukabúnaðar, ef um er að ræða einstakling sem ekki kemst af án sérútbúinnar og dýrrar bifreiðar vegna mikillar fötlunar.
Hámarksstyrkur er 6.000.000 kr. Áður en uppbót eða styrkur er greiddur skulu lagðar fram upplýsingar um kaupverð bifreiðar. Kaupverð bifreiðar skal ekki vera lægra en fjárhæð uppbótar eða styrks.
TR veitir hreyfihömluðum ellilífeyris-, örorkulífeyris- og örorkustyrksþega lán til kaupa á bifreið, sem nauðsynleg er vegna hreyfihömlunar umsækjanda.
- Einnig er hægt að veita lán til framfæranda hreyfihamlaðs barns sem nýtur umönnunargreiðslna.
- Sömu skilyrði eru fyrir lánveitingu og vegna kaupa á bifreið.
- 180.000 kr. fyrir þá sem eiga rétt á uppbót vegna bifreiðakaupa (360.000 kr.) samkvæmt hreyfihömlunarmati.
- 340.000 kr. fyrir þá sem eiga rétt á styrk til bifreiðakaupa (1.440.000 kr.) samkvæmt hreyfihömlunarmati.
Eingöngu mjög hreyfihamlaðir einstaklingar, t.d. þeir sem verða að notast við tvær hækjur eða hjólastól, geta átt rétt á hærra láninu.
Þetta er bara stuttur úrdráttur af heimasíðu TR þar sem fjallað er um bílamál öryrkja og hreyfihamlaðra en spurningar og svör má lesa með því að smella hérna.
Við prófuðum að fara á vef Hagstofunar og reikna út hver hækkunin á 360 þúsund krónum væri ef miðað væri við janúar 2013 fram til í janúar 2023, og skv því ætti hækkunin að vera 41,2% og upphæðin á styrknum því komin í 508.205,- krónur ef fylgt væri vísitölu neysluverðs.
Ef við miðum við styrk á fyrstu bifreiðakaupum sem hafa verið óbreytt á sama tíma eða 720 þúsund, þá væri sú upphæð 1. janúar 2023 komin í 1.016.410 kr.
Bifreiðastyrkur fyrir hreyfihamlaða hefði hækkað úr 1.440.000,- krónum í 2.032.819,- krónur.
Það ætti öllum að vera ljóst að þær upphæðir sem miðað er við í dag duga engan veginn til kaupa á bíl sem endist með góðu móti í fimm ár en kanski mögulegt fyrir rúmar 500 þúsund krónur en það segir sig sjálft að slíkur bíll þarf meira viðhald en einnar milljón krónu bíll og ekki nokkur minnsti möguleiki á því fyrir öryrkja að kaupa sér vistvænan bíl.
Hér eru niðurstöður leitar af Bílasölur.is að bílum á verðbilinu 300 til 400 þúsund krónur og það verður að segjast eins og er að ekki úrvalið mikið eða ástandið gott þó þeir séu lofaðir og prísaðir í hástert.
Það er stjórnvöldum til háborinar skammar að hafa ekki tekið það með í dæmið að hækka þurfi þessa styrki árlega eins og allt annað í þjóðfélaginu en mottóið virðist alltaf vera eins hjá þeim sem eru við stjórnvölin hverju sinni, að þetta málefni komi þeim ekki við og það þurfi ekki að sinna því.
Það þarf að verða breyting á.
Við minnum svo á kaffikaupastyrktartakkann hér til hliðar til að blása okkur starfsanda í brjóst og orkubúst fyrir heilastarfsemina.
Skoðað: 1483