Jack

Jack Hrafnkell Daníelsson er fæddur síðla í janúar 1965 í Reykjavík en ólst upp til tveggja ára aldurs í Hvallátrum á Breiðarfirði hjá foreldrum sínum, Daníel Jónssyni og Steinunni Bjarnadóttur sem þar bjuggu ásamt foreldrum Daníels, Jóni Daníelssyni og Jóhönnu Sesselju Friðriksdóttur. 1968 festu þau Daníel og Steinunn kaup á jörðinni Drangar á Skógarströnd og fluttu þangð 1968 á H-daginn og bjuggu þar í 32 ár með hefðbundin búskap. Ég hef alltaf fylgst með fréttum og stjórnmálum en eftir að ég slasaðist 1999 og varð óvinnufær færði ég mig yfir í tölvuöldina og lærði til tölvuviðgerða ásamt því að ég lærði heimasíðugerð og viðhélt því til dagsins í dag þó miklar breytingar hafi orðið á öllu netviðmóti og þeim kerfum sem notuð eru í dag miðað við hvernig það var um aldamótin. Ég hef á síðari árum einbeitt mér mest að skrfum um málefni öryrkja, aldraðra og þeirra sem erfiðast eiga með að verja sig gagnvart stjórnvöldum landsins og reynt að benda fólki á það gríðarlega óréttlæti sem þetta fólk þarf að búa við. Þó svo pistlunum hafi fækkað og skrifin stopulli hjá mér þá er ég ekki hættur og þess vegna sett upp póstlista á síðunni þar sem fólk getur skráð sig og fengið nýjust pistlana í tölvupósti þegar þeir birtast á vefnum.
Svindl dagsins Fyrirtæki

Svindl dagsins

Verðmiðaklúðrið. Svínarí hjá versluninni The Pier. Þeir hefðu betur tekið gamla verðmiðann af áður en þeir reyndu að svindla á viðskiptavinunum.…
PENNAR ÓSKAST! Fréttir

PENNAR ÓSKAST!

Ertu sæmilega ritfær og fylgist með því sem er að gerast í þjóðmálunum? Finnst þér vöntun á umræðu og umfjöllun um málefni sem hægt er að flokka sem skandala? Ef svo er, þá hafðu samband á facebook eð…
Animalfarm Sigmundar Davíðs Fréttir

Animalfarm Sigmundar Davíðs

Taknræn gjöf í líki gullfisks til að minna Sigmund á að kjósendur muna ekki gömlu lygarnar.MYND: Smartland Það var haldin vegleg veisla þegar svínin höfðu komist til valda og foringi þeirra fagnaði fe…
Meira af okri á matvöru Neytendur

Meira af okri á matvöru

Bónus okrar líka. Fór í smá grúsk og fann auglýsingu í DFS.is frá Bónus. Ekki eru verðin mikið lægri hjá þeim og sýnt að almenningur er lítið betur settur með að versla matvörur hjá þeim. Alla vega hv…
Okurverð á matvöru Neytendur

Okurverð á matvöru

Okrað á neytendum. Krónublaðið datt í hús í morgunn sem er svo sem ágætt en það sem sló mann strax og maður opnaði blaðið voru þau verð sem eru á meðfylgjandi mynd. Hvernig eiga öryrkjar og ellilífeyr…