Vinnslustöð Vestmannaeyja höfðar mál
Skoðað: 3294
Það er kostulegt að lesa um forsendur þess að Vinnslustöð Vestmannaeyja sé að höfða máli á hendur ríkinu vegna makrílfrumvarpsins.
Fosendurnar fyrir málarekstrinum segja þeir vera að nái frumvarpið fram að ganga, þá sér brotinn á þeim stjórnarskrárvarinn eignaréttur á kvótanum.
Nú spyrjum við, eru stjórnendur þessa ágæta fyrirtækis ekki með öllum mjalla?
Við bendum þeim á að skoða gaumgæfilega fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða því hún er eins kristalskýr og hugsast getur í þessu sambandi.
I. kafli.Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Hvað er þetta í þessum lögum sem stjórnendur VSV ekki skilja?
Frétt Rúv um málið.
Umsögn Vinnslustöðvarinar.
Skoðað: 3294