Enn ein lygin rekin ofan í Sigmund og Guðlaug vegna ummæla þeirra

Skoðað: 8198

Staðreyndirnar ljúga ekki.
Staðreyndirnar ljúga ekki.

Það er alltaf jafn furðulegt og sorglegt þegar þingmenn og ráðherrar reyna að ljúga sig út úr þeirr klípu sem þeir koma sér í og setja sig þar með í enn verri stöðu en þeir eru fyrir.
Gott dæmi um þetta eru þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar þeir segja ísland ekki vera láglaunaland og með því að hækka laun þeirra sem lægstar hafi tekjurnar, fari hér allt í bál og brand því vextir og verðbólga munu æða af stað.

Svo tala þeir báðir um að jöfnuður í þjóðfélaginu hafi aukist?

Skoðum smá staðreyndir sem Jean-Rémi Chareyre setti á facebook fyrir stundu.

Kílóið af kjúklingabringum kostar hér um 2200 krónur (þegar þær eru til). Lágmarkslaun eru um 1200 krónur á tímann. Launin duga því fyrir 550 grömm af kjúklingi.
Lágmarkskaup á tímann í Danmörku eru um 2200 krónur. Kílóið af kjúklingabringum kostar þar um 1300 krónur. Launin duga fyrir um 1,7kg af kjúklingi.
Samt botnar Sigmundur Davíð ekkert í því að fólk sé að heimta hærri laun. Þingmaðurinn Guðlaugur Þór ekki heldur. Honum finnst Ísland alls ekki vera láglaunaland.

Bretland: 1340 krónur kílóið. 1kg af kjúklingi fyrir tímakaupið.
Frakkland: 1,1 kg
(numbeo.com)

Kannski er ekki sanngjarnt að vilja alltaf bera okkur saman við Norðurlöndin og mið-Evrópulöndin. Olræt, tökum Spán og Grikkland (þið vitið, þarna þar sem er hungursneið…)
Spánn: 850 grömm af kjúklingi fyrir tímakaupið
Grikkland: 670 grömm af kjúklingi
(Ísland aftur: 550 grömm)

Samt er Ísland ekki láglaunaland, segir Guðlaugur. Við erum ein af ríkustum þjóðum heims. Kannski ætti hann að gúgla betur. Hann hefur þó alveg rétt fyrir sér að sumu leyti: við höfum það betra en sumir. Slóvakar geta bara keypt sér 480 grömm af kjúklingabringum…

Og svo skulum við vera alveg sanngjörn: það er ekki allt svona dýrt á Íslandi. Sumt er mjög ódýrt. Makrílkvótinn til dæmis. Við getum bara verið þakklát að Bjarni hækkaði matarskattinn bara í 11% en ekki 13%. Eða 25% þess vegna. Svo skiptir þetta ekki máli í raun: kjúklingurinn er hvor sem er að verða búinn í Bónus.

Þarna sést ágætlega hvernig kaupmátturinn í þessum löndum er samanborið við ísland þegar skoðað er verðlag á kjúkling miðað við tímakaup á lágmarkslaunum í nokkrum löndum og sannr bara enn einu sinni lygaþvættinginn sem íslenskir stjórnmálamenn geta leyft sér að fara með í ræðustól alþingis eða í fjölmiðla.  Siðferðið hjá þessu fólki er gjörsamlega í frostmarki vegna hroka og sjálfumgleði þeirra sem allt þykjast vita.

Gífurlega skemmtileg kaldhæðni í síðustu málsgreininni þrátt fyrir að vera sönn.

Enn og aftur, hver er tilgangur þessara manna að ljúga stanslaust að þjóðinni?  Ekki getur það verið heimska, eða hvað?  Getur það verið raunverulega ástæðan?

Þeir skora alla vega ekki hátt með svona háttarlagi því það er hægt að nálgast allar upplýsingar á netinu, samanburðartölur og margt fleira því staðreyndin er að ísland er fjórða dýrasta land í heimi þar sem almenningur er á einna lélegustu laununum og kaupmáttur langt undir því sem eðlilegt getur talist því fólk hefur ekki efni á lifa af á lægstu tekjunum.

Skoðað: 8198

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir