Aðgerðir stjórnvalda til að “liðka” fyrir kjarasamningum, lækka skatta á þá hæstlaunuðu

Skoðað: 7356

Þeir setja "hei" fyrir framan "millana" en svona er raunveruleikinn.
Þeir setja “hei” fyrir framan “millana” en svona er raunveruleikinn.

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðis fer enn á kostum í því að leiðrétta kjör og jöfnuð í landinu með nýjasta útspili sínu til að “liðka” fyrir samningum í þeim kjaradeilum sem lægst launuðu hóparnir standa í við vinnuveitendur því nú bjóða þeir skattalækkunn og hækkunn persónuafsláttar og auk heldur vilja þeir fækka skattþrepunum úr þrem í tvö og má, svona miðað við fyrri aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, alveg reikna með að hátekjuskatturinn verði aflagður en skatthlutfallið á hinum tveim stofnunum hækkað um 2 til 4 prósentustig.

Fækkun skattþrepa úr þremur í tvö mun til langs tíma fletja út tekjaskattskerfið, sem kemur sér best fyrir þá efnameiri og verst fyrir þá efnaminni.
Þær hugmyndir hafa verið viðraðar við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins og fela einnig í sér hugmyndir um að hækka persónuafslátt í 65.000 krónur.

En hvað með skattleysismörkin?  Væri ekki ráð að hækka þau þannig að þeir sem eru á allra lægstu laununum séu ekki skattlagðir til helvítis, sbr. öryrkjar og aldraðir sem eru nú þegar skattlagðir í sumum tilfellum fjórfallt á við aðra?

Er ekki komin timi til að stoppa þessa ríkisstjórn af og gefa silfurskeiðungunum frí þar sem enginn treystir þeim lengur?

Skoðað: 7356

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir