Að hengja bakara fyrir smið

Skoðað: 4558

Ríkisbubbarnir í stjórn SA. MYND: DV.
Ríkisbubbarnir í stjórn SA.
MYND: DV.

Þegar fylgst er með fréttum þessa dagana um verkföll og kjarasamninga þá hlýtur fólk ósjálfrátt að velta fyrir sér hver það er sem ber ábyrgð á verkfalli ákveðina hópa í samfélaginu.
Er það fólkið sem er farið í verkfall eða er á leiðinni í verkfall til að þrýsta á kröfur um hækkun launa sinna eða eru það stéttarfélögin sem narra félagsmenn sína til þess að fella niður vinnu um lengri eða skemmri tíma til að þrýsta á um launahækkannir?

Nei.  Enginn ofantalina er sá seki þegar kemur að verkföllum, alla vega ekki í þetta sinn heldur eru það vinnuveitendur sem eru hinir seku því það eru þeir sem neita að borga fólki mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem það ynnir af hendi og skapar fyrirtækjunum þann hagnað sem þau hafa skilað eigendum sínum í fjölda ára.

Þegar maður skoðar hverjir það eru sem sitja í stjórn Samtaka Atvinnulífsins og kaup þeirra og kjör, þá er ekki von á góðu úr þeirri áttinni.  Við erum nefnilega að tala um fólk með milljónir í laun á mánuði.  Fólk eins og Þorsteinn Víglundsson sem fer fyrir samninganefnd SA.

Það er nú einu sinni svo, og það þekkir hvert einasta manneskja sem hefur staðið í viðskiptum varðandi vöru og þjónustu, að það er sett upp ákveðið verð sem báðir aðilar koma sér saman um.  Ef fólk er ekki á eitt sátt um verð, þá verður lítið úr viðskiptunum.
Sama gildir um atvinnuþátttöku því þar eru vinnuveitendur að leita eftir vinnuafli sem skapar verðmæti fyrir fyrirtækið og þar með eigendur þeirra því án starfsfólks er lítið hægt að gera en ef vinnuveitandi er ekki tilbúinn að borga sanngjarna upphæð fyrir þá þjónustu eða starf sem hann “kaupir” af því fólki sem hann ræður í vinnu, þá fær hann ekki þá þjónustu eða vinnu og er það bara sanngjarnt.

Fjölmiðlar á íslandi eru duglegir að skammast í þeim launahópum sem eru í verkfalli og kenna þeim einum um hvernig ástaðndið á mörgum sviðum er orðið því það er eins og fjölmiðlamenn séu almennt orðnir steingeldir í hausnum þegar kemur að því afla sér frétta.  Raunverulegra frétta er þá átt við en ekki þetta copy/paste sem þeir fá í tölvupóstum frá atvinnurekendum og fyrirtækjum þar sem verkföll eru yfirvofandi eða í gangi.
Þeir þurfa að fara að vinna sína vinnu og sjá hver í raun er sá seki í þessum málum í stað þess að hengja stöðugt bakara fyrir smið eins og nú er því þessi vinnubrögð eru skammarleg fyrir hvaða fjölmiðil sem er og hvaða fjölmiðlamann sem telur sig sannan fréttamann.

Fjölmiðlar ættu frekar að standa með almenningi í kjarabaráttunni því einn daginn verður þessi barátta líka þeirra og þá er spurningin, hver ætlar að standa með þeim?

Skoðað: 4558

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir