Svik ríkisstjórnar Katrínar halda áfram annað kjörtímabilið í röð að skipun Bjarna Ben

Skoðað: 1458

Rányrkja ríkisins og lögbrot ráðherra með samþykki alþingis

MYND: Gunnar Karlsson.

Fólk hlýtur að velta fyrir sér siðferði þess fólks sem býður sig fram til að þjóna almenningi á Alþingi íslendinga með hag þjóðarinar að leiðarljósi og að þjóna almenningi í landinu sem þingmaður eða ráðherra en varla er sumt af því fólki búið að undirrita drengskaparheit sitt og búið að koma sér fyrir í notalegum stól í gráum steinkumbalda við Austurvöll en öll prinsip, góður ásetningur og síðast en ekki síst, loforðin við almenning í landinu eru fokin veg allrar veraldar og þetta fólk farið að ljúga, svíkja og jafnvel stela ef út í það er farið.

Sumt af þessu fólki er jafnvel svo bíræfið að laga til lögin og heilu lagabálkana til að hægt sé að ræna fé af almenningi en þegar ráðherrar leggjast gjörsamlega flatir í drulluna og sulla síðan í henni eins svín í forarpytti á heitum sumardegi svo gusurnar ganga í allar áttir til að stela lífeyri fólksins sem byggði upp þetta þjóðfélag undir rassgatið á þessum sömu aumingjum og þjófum þá er botni siðferðisins náð.

Ekki skánar það heldur þegar fjármálaráðherrar brjóta lög í fjárlagagerð sinni á hverju einasta ári og enn síður er það ásættanlegt að alþingi skuli bakka upp og styðja lögbrotið með því að samþykkja fjárlögin og þá sérstaklega þær lagagreinar sem gera það að verkum að fátækasta fólkið fær aldrei neinar kjarabætur og kaupmáttur þess rýrnar frá ári til árs vegna lögbrota fjármálaráðherra. Lögbrota sem ættu að vera refsiverð en verða aldrei þegar mafía og glæpamenn sitja sem fastast á ráðherrastólunum og túlka lögin að eigin hentugleika til að geta brotið þau samviskulaust og án afleiðinga.

Ha? Kann einhver að hvá. Hvað á maðurinn eiginlega við með lögbroti ráðherra og samþykki alþingis alls?

69. Grein laga um almannatryggingar er alveg skýr og það þarf bæði gjörsamlega samviskulausan og siðblindan einstakling til að halda öðru fram en því sem þar stendur skýrum stöfum: „69. gr.
  Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Skilaboð til öryrkja og lágtekjufólks frá Bjarna Ben.

Lögbrotið er skýrt sama hvað Bjarni Ben þrætir fyrir það eða reynir að snúa út úr, ljúga eða beita öðrum blekkingum eða lygum, eins og hans er vani, því þegar bætur almannatrygginga eru nú orðnar nærri 100 þúsund krónum lægri en lægstu laun þá segir sú staðreynd allt sem segja þarf um það lögbrot sem Bjarni hefur framið og stuðning alþingis við lögbrotin alla tíð sem ekki hefur verið farið eftir þessu ákvæði því bætur almannatrygginga hafa undanfarin átta ár aðeins hækkað skv. vísitölu neysluverðs í fjárlögum en EKKI skv. launaþróun eins og kveðið er SKÝRT á um í lögum.

Ömurlegast er þó að horfa upp á skærustu vonarstjörnu íslands eftir hrunið 2008 verða að forsætisráðherra vegna orða sinna þann 15. september 2017 þegar hún af sannfærandi krafti og eldmóði sagði við þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson og stefnuræðu hans; „að fátækt fólk gæti ekki beðið eftir réttlæti. Að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti væri það sama og að neita því um réttlæti.“
Þetta sama fólk er enn, fjóru og hálfu ári seinna að bíða eftir réttlætinu hennar Katrínar Jakobsdóttur og það glittir ekki einu sinni í það eins langt og hægt er að sjá í fjárlagaáætlun glæpanautar hennar, yfirmafíósans, guðföðursins sem situr sem fjármálaráðherra íslands meðan Katrín blessunin brosir bara og þvælir út og suður um nákvæmlega ekkert þegar fjölmiðlar spyrja hana að einhverju.

Það er því óhætt að segja að glæpavæðing alþingis hafi tekist hreint með ágætum, það sjáum við í dag á því ráðherraliði sem stjórnar íslandi að sínum geðþótta í umboði útgerðarmafíunar og auðvaldsins á kostnað almennings í landinu. Almennings sem í flestum tilfellum kýs að horfa á staðreyndir og sannleikann með brúna auganu, þið vitið, þessu stjörnulaga milli rasskinnana.

Pistlinum má gjarnan deila sem víðast og oftast.

Skoðað: 1458

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir