Öryrkjar fjölmenna í kröfugöngu fyrsta maí
Skoðað: 1148
Öryrkjabandalagið hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfugöngunnar þann fyrsta maí 2022 og við hér á Skandall.is hvetjum fólk til að mæta, taka þátt og vera sýnileg.
Fatlaðir eiga nefnilega fullann rétt á því að lifa mannsæmandi lífi rétt eins og aðrir en það er ekki þannig í dag. Flestir þeir sem eru á bótum almannatrygginga eru neyddir til þess af stjórnvöldum að lifa á tekjum sem eru langt undir viðmiðum um mannsæmandi kjör og í raun undir þeim viðmiðum þar sem miðað er við fátækt og jafnvel sárafátækt.
Ráðafólkið í landinu veit þetta vel en því er alveg nákvæmlega sama og því verður fólk að reyna að standa saman í því að knýja á um bætt kjör en það gerist ekki með því að sitja heima og ætlast til þess að aðrir geri það fyrir það.
Mætum í fyrsta maí gönguna með góða skapið og gleðina en verðum hörð á kröfum okkar!
Hér er boðskapur frá Atla þór Þorvaldssyni sem við biðjum þig að hlusta á
Skoðað: 1148