Vinstri Græn, hræsnin og lífið í fílabeinsturninum

Skoðað: 516

Guðmundir Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra.

Flestir ef ekki allir flokkar sem bjóða fram í Íslenskum stjórnmálum reka stjórnmálaskóla þar sem grasrótinni og ungu fólki er innprentuð stefna flokksins og þar lærir það hvernig það á að koma fram og haga orðum sínum í ræðum og í riti en eins hvernig á að svara spurningum fólks og fjölmiðla án þess að lofa nokkru í einstaka málefnum eða tala um hvernig framkvæma eigi þá hluti sem rætt er um.

Í morgun blasti við fólki færsla á Facebook frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra þar sem hann deildi myndum og stöðufærslu úr stjórnmálaskóla Vinstri Grænna þar sem hann tilkynnti stoltur að þrír fyrirlesarar hefðu komið í stjórnmálaskólann til að kynna og fræða fólkið í fílabeinsturninum um fátækt og baráttuna gegn henni.

Athylisvert var að sjá að ekkert af þessu fólki sem fengið var til að halda fyrirlestrana hefur þurft að kljást við fátækt á eigin skinni.  Ekkert af þessu fólki hefur þurft að svelta eða eiga ekki fyrir mat fyrir sig og börnin sín og jú, sjálfsagt hefur Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi innan kirkjunar kynnst fólki sem berst við fátækt en mjög ólíklegt er að hún sjálf hafi kynnst því á eigin skinni að vera svo illa sett að hún hafi þurft að velja úr hvaða reikninga eigi að borga um mánaðarmót, hvort börnin hennar eigi að borða eða stunda tómstundir og  neyðst til að kaupa notuð föt á þau svo þau líti sómasamelga út í byrjun skólastarfs að hausti.

Síðan var það Kolbeinn Stefánsson dósent við félagsráðgjafadeild HÍ en hann er fræðimaður og hefur sennilega aldrei glímt við fátækt sjálfur eða neitt af hans slekti.

Síðast var það svo Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur og kennari en hún, eins og aðrir ofantaldir, þrátt fyrir að kennaralaun séu ekkert til að hrópa húrra fyrir sennilega líka ein af þeim sem aldrei hefur sjálf þurft að glíma við fátækt eða upplifa það að  börnin hennar svelti.

Að þessu upptöldu þá spyr fólk sig að því hvers vegna ekki var fengið fólk frá PEPP, samtökum fólks í fátækt þar sem efnistökin standa þeim næst.  Fólkið í samtökunum þekkir fátækt af eigin raun og er með lausnir til að draga úr fátækt og þá sérstaklega hjá eldri borgurum og öryrkjum sem er meinað með lögum að bjarga sér með tímabundinni vinnu vegna rányrkju ríkisins á öllum launagreiðslum sem viðkomandi fengi því þó svo örorkubæturnar skerðist ekki þá hverfa allar uppbætur eins og heimilisuppbót og húsaleigubætur frá fyrstu krónu sem þetta fólk vinnur sér inn, en það vita fáir og enn færri gera sér grein fyrir þeirri rányrkju sem Tryggingastofnun beitir þessa þjóðfélagshópa í skjóla laga sem eru bæði grimmileg og ósanngjörn á allan hátt.

Það að fá eingöngu fólk sem hefur ekki beina reynslu og upplifun af raunverulegri fátækt, fólk sem aldrei hefur þurft að neita sér um nauðsynjar, hefur aldrei upplifað að leyfa sér aldrei að fara í leikhús, á tónleika eða stunda félagsstarf sem þarf að borga fyrir, geta ekki keypt sér ný föt eða skó svo árum skiptir og þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat fyrir börnin sín eða borga reikninga sýnir og sannar eina ferðina enn þá hræsni sem viðgengst í starfi þessa flokks.

Guðmundir Ingi Guðbrandsson og Vinstri Græn eru úr öllum tengslum við þarð fólk sem lifir í fátækt, raunverulegri fátækt og þarf að glíma við hana því þetta fólk er aðeins fjallað um sem viðfangsefni hjá elítunni en það er alveg forðast að ræða beint við það þó heimatökin hefðu verið hæg hjá ráðherranum og stjórnmálaskóla Vinstri Grænna.

Það er oft sagt af stjórnmálamönnum; “Ekkert um okkur án okkar” en aldrei er staðið við þá yfirlýsingu og sérstaklega ekki þegar kemur að fátækasta fólkinu, þá er í lagi að fjalla um það yfir höfuðið á því af fólki sem aldrei hefur upplifað á eigin skinni það sem fjallað er um.

Hér er svo einföld lausn.
Hækkið örorkubæturnar og eftirlaun eldri borgara upp í 400 þúsund á mánuði og efnemið allar skerðingar upp að 600 þúsund.
Það kostar en lífsgæði margra sem þurfa að lifa af á 250 þúsund krónum á mánuði mundu aukast gríðarlega í kjölfarið og þessir peningar eru til, það þarf bara að sækja þá.

Skoðað: 516

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir