Ekkert samræmi í svörum Bjarna

Skoðað: 594

Skilaboð til þjóðarinar frá Bjarna Ben.

22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars, mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli, skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst, svo september og nú segir Ríkisendurskoðun að gera megi ráð fyrir henni fyrir lok mánaðar. Skýringin sem veitt er á töfinni eru annir Ríkisendurskoðunar við önnur verkefni, og svo að úttektin sjálf sé umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi.

Hefurðu haft ávæning um efni skýrslunnar?

„Nei, ég hef ekki innsýn í það en ég held að svona margra mánaða vinna hljóti að skila góðri yfirsýn yfir það sem máli skiptir.“

Skömmu síðar í viðtalinu segir hann svo:

Er eitthvað stress fyrir henni?

„Neinei, ég tel að það sem við gerðum í ráðuneytinu hljóti að standast ágætlega skoðun. Við höfum auðvitað haft tilefni til að fara aftur yfir það í sumar og verið í samskiptum við ríkisendurskoðun vegna þess, en það eru margir aðrir þátttakendur í þessu ferli sem ég hef ekki jafngóða yfirsýn yfir.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekkert að stressa sig yfir skýrlunni enda varla þörf á því þar sem það er augljóst í viðtali við hann að hann hefur verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun í allt sumar en á sama tíma segist hann ekki vita neitt um efni skýrslunar.

Efasemdaraddir eru uppi um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar Bjarna að innihald skýrslunar sé honum hulið enda þekkir fólk þennan mann á öðru en heiðarleika og sannleiksást.  Reikna má frekar með að hann, hafi ekki verið með puttana í gerð skýrslunar heldur báðar hendur á kafi upp að öxlum í þeirri viðleitni að koma allri ábyrgð af sölunni frá sér sjálfum þó svo margsinnis hafi verið bent á þá staðreynd að Bjarni braut lög í söluferlinu.

Fastlega má reikna með að þegar skýrslan lítur dagsins ljós að stjórnarandstaðan á Alþingi kalli eftir því að stofnuð verði rannsóknarnefnd á vegum alþingis til að rannsaka söluna á hlut Íslandsbanka enda hefur Ríkisendurskoðun mjög takmarkaðar heimildir til gagnaöflunar og rannsókna á ferlinu sem Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis hefði.

Alþingi kemur saman í dag eftir sumarfrí og verður fróðlegt að fylgjast með umræðum um þetta mál í framhaldinu.

Skoðað: 594

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir