Sunnudagshugvekjan: Gjörspilltur ritstjórnarpistill

Skoðað: 2772

Titillinn segir í raun allt sem segja þarf þó sumir kunni vissulega að hvá við og spyrja hvað sé í gangi.
Stutta svarið er að það er allt í gangi en langa svarið kallar á nokkuð lengri svör við ýmsu því sem er að gerast í þjóðfélaginu og þá sérstaklega því sem snýr að almenningi í landinu.
Látum oss byrja…

Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti við suma en þau sem hafa fylgst með málum kemur þetta ekkert á óvart þegar skoðað er hver það er sem stýrir fjármálaráðuneytinu í ríkisstjórn íslands.  Þar fer maður sem þekkir engan mun á réttu eða röngu, (er í það minnsta algjörlega skítsama um það) og lýgur algjörlega miskunnar og samviskulaust til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sinn flokk þegar það hentar honum. (Nei við erum ekki að tala um D-Trump) því þessi er fjármálaráðherra íslands, gjörspilltur, siðblindur og óheiðarlegur raðlygari með tugi milljarða afskriftir á bak við sig ásamt því að vera staðinn að því að eiga aflandsreikninga í skattaparadísum þar sem geymt er illa fengið fé sem laumað var úr landi í skjóli nætur daginn fyrir hrun Íslandsbanka árið 2008 með dyggri aðstoð þáverandi Seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni og forsætisráðherra, Geir H. Haarde eins og flestir eru nú þegar búnir að grafa niður og moka yfir í ruslageymslu heilbrigðrar hugsunar í heilabúi sínu.

En þetta var útúrdúr.
Snúum okkur að málefnum dagsins.

Fjársvelti heilbrigðiskerfisins í fjárlögum næsta árs, þjónkun við auðvaldið og hreinn og klár þjófnaður stjórnarflokkana á skattfé landsmanna til eigin þágu.

Í vikunni kom forstjóri LSH fram í fréttum og benti á það, með réttu, að það vantaði amk 600 milljónir inn í heilbrigðiskerfið vegna aukins álags á heilbrigðiskerfið vegna Covid faraldursins.  Viðbrögð fjármálaráðherra samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eru þau að skera niður í fjárlögum til heilbrigðismála skikka LSH til að spara amk 4.300 milljónir á næsta fjárlagaári í rekstur heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinar að efla heilbrigðisþjónustuna.
Það hlýtur að vera augljóst að með þessum aðgerðum ætlar fjármálaráðherra að kollsteypa ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að einka(vina)væða hana á grundvelli þess að ríkið ráði ekki við að reka það.

Þetta hefst upp úr því að kjósa glæpamann með tugi milljarða afskriftir á þing og gera hann að fjármálaráðherra.

Hækkun skattleysismarka um helming á fjármagnseigendur úr 150 þúsund á mánuði í 300 þúsund.  Þetta þýðir í raun að einstaklingur sem borgar sér eingöngu fjármagnstekjur eða arð og greiðir aðeins 21% skatt fær lækkunn skatta ofan á allar þær tugir milljóna sem hann greiðir sér í fjármagnstekjur þó hann sýni aðeins fram á laun upp á 150 þúsund á mánuði.  Þessi einstaklingur er ekkert að greiða til sveitarfélagsins sem hann býr í en þyggur þó alla þjónustu þess.
Lagalega séð má hann þetta en siðferðislega er þetta klárt dæmi um þá spillingu sem veður uppi meðan auðvaldsglæpalýður er við stjórn landsins.

Þetta hefst upp úr því að kjósa glæpaspírur með milljarða á aflandsreikningum í skattaskjólum á alþingi og gera að ráðherrum.

Í þriðja lagi er það svo rányrkjan á skattfé landsmanna til reksturs flokkana sem sitja á þingi.
Fjölmennustu flokkarnir fá mest eins og gefur að skilja en þeir minnstu minnst.
Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka áttu að vera 286 millj­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­ónir króna eftir að til­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­sent var sam­­­­­þykkt í fjár­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017.
Sam­an­lagt verða þau, líkt og áður sagði, um 2,8 millj­arðar króna á kjör­tíma­bil­inu öllu. Þá eru ótalin fram­lög úr sjóðum sveit­ar­fé­laga.

Svo eru einstaka þingmenn sem eru keyrandi út um allar jarðir og rukka grimmt fyrir úr sjóðum almennings þegar þeir ættu í raun að vera niðri við Austurvöll að sinna starfi sínu sem þingmenn síns kjördæmis og almennings í landinu.

Þetta er bara brot af því sem er að gerast því síðan reynir ríkisstjórnin að ná sér í “gúddvill” meðal fátækasta fólksins með því að henda brauðmylsnu til þeirra fátækustu meðal öryrkja og kalla það jólabónus án skatta og skerðinga en aðrir fá ekki krónu aukalega.
Það hlýtur síðan að vera gríðarleg lyftistöng fyrir öryrkja með 220 þúsund krónur útborgaðar að fá heilar 21 þúsund krónur í hækkunn um áramótin nema bara að staðreyndin er sú að þá lækka húsaleigubætur um sömu krónutölu og skatturinn hirðir svo rest þannig að ávinningurinn er nákvæmlega engin þegar upp er staðið.

Þetta er það sem gerist þegar einstaklingur sem hefur ekkert fjármálavit, ekkert hagstjórnarvit og minni en enga þekkingu á þjóðfélagsmálum er settur sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn landsins.
Maður sem aldrei á sinni skömmu ævi hefur dýft hendi í kalt vatn, pissað í saltan sjó eða á nokkurn hátt unnið heiðarlega fyrir sér í lfínu en við fæðingu var troðið silfurskeið í trantinn á organdi krakkakvikindinu til að þagga niður í frekjuöskrunum í honum og þannig hefur það verið alla tíð síðan.

Góðar stundir.

Skoðað: 2772

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir