Fjársvelt heilbrigðiskerfi kallar á einkavæðingu

Skoðað: 2054

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfar upplýsinga um að LSH verði gert að spara 4,3 milljarða króna á næsta ári í rekstri sínum og veltir fólk því upp hvort það sé stefna Bjarna Benediktssonar og sjálfstæðisflokksins, að fjársvelta opinbera heilbrigðiskerfið það mikið að skera verði niður á vissum sviðum, fækka aðgerðum, lengja biðlista til að útvísa þeim aðgerðum sem ekki verður fjármagn fyrir, til einkafyrirtækja.

Engu líkara en sú sé raunin og þá veltir fólk því fyrir sér hvað verði um sjúkrahúsið sem nú er verið að byggja við Hringbraut.  Þar hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort sú starfsemi sem kemur inn í það hús verði öll boðin út til einkareksturs því það er orðið deginum ljósara að ríkið rekur ekki heilbrigðisþjónustu fyrir þær upphæðir sem það leggur til árlega og hvað heldur þá að hægt sé að manna þetta nýja sjúkrahús, kaupa tæki og innréttingar fyrir þær fjárveitingar sem settar eru fram á fjárlögum næsta árs.

Síðan þarf að skoða hvernig á að manna þær stöður og stöðugildi sem eiga að vera til húsa í nýjum húsakynnum LSH þegar ekki fæst fagfólk eins og hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar eða læknar því nú þegar eru þessar stöður undirmannaðar og fólk fæst ekki til þeirra vegna lélegra launa og slæmra vinnuaðstæðna eins og staðan er í dag.

Það er af nógu að taka en miðað við það sem almenningur er að sjá í fjárlögum til heilbrigðisþjónustu næstu árin þá er ekki hægt að ætla annað en hugboð þessa fólks sé rétt, það er verið að fjársvelta opinbera heilbrigðiskerfið svo hægt verði að einkavæða það og setja í hendurnar á “rétta” fólkinu.  Fólkinu sem er inni hjá flokknum eina, sjálfstæðisflokknum.  Flokknum sem gerir ekkert fyrir almenning en allt fyrir auðvaldið og spillinguna.

Skoðað: 2054

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir