Okurvaxtastefna bankamafíunar skila ofsagróða

Skoðað: 3516

Hin raunsanna mynd.
Hin raunsanna mynd.

Ari­on banki birti í dag árs­hluta­upp­gjör sitt, en áður höfðu Íslands­banki og Lands­bank­inn birt sín­ar töl­ur. Ari­on banki hagnaðist á þess­um árs­fjórðungi um 19,3 millj­arða og jókst hagnaður­inn um 10% frá sama tíma í fyrra þegar hann var 17,4 millj­arðar. Hagnaður Íslands­banka á fyrri árs­hluta þessa árs nam 10,8 millj­örðum og lækkaði um rúm­lega 26% úr 14,7 millj­örðum í fyrra. Lands­bank­inn hagnaðist um 12,4 millj­arða á fyrri hluta þessa árs, miðað við 14,9 millj­arða í fyrra.

Sam­an­lagður hagnaður ís­lensku viðskipta­bank­anna var 42,5 millj­arðar á fyrri hluta þessa árs, en það er lækk­un um tæp­lega 10% frá sama tíma í fyrra þegar hagnaður Ari­on banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans var 47 millj­arðar á fyrstu sex mánuðum árs­ins.

Mafía er þetta og mafíustarfsemi kalla erlendir bankar starfsemi íslensku bankana enda er verðtrygging í erlendum bönkum og lánastofnunum ekki þekkt en eins verðtryggingin er sett upp hér á landi þá greiðir fólk verðtryggðu lánin sín allt að þrefalt til baka.

Árið 2013 var sam­an­lagður hagnaður bank­anna þriggja á fyrri hluta árs­ins 31,2 millj­arðar en hækkaði á fyrri hluta árs­ins 2014 upp í 47 millj­arða. Í ár var upp­hæðin sem fyrr seg­ir 42,5 millj­arðar.

Sam­an­lagður hagnaður bank­anna þriggja nam yfir allt árið 2013 64,6 millj­örðum, en í fyrra var hagnaður þeirra 81,1 millj­arður.

Og svo syngur almenningur í kór þetta lag hérna með nautnasvip þegar banka og lánastofnanir riðlast á útrifinni görninni á þeim.

Skoðað: 3516

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir