Hæstaréttalögmaður hótar heilum stjórnmálaflokki
Skoðað: 9338
Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni, skrifaði pistil í Morgunblaðið, sem dreift var ókeypis í nánast öll hús í landinu í gær þar sem nú er í gangi fjölmiðlakönnun, þar sem hann fer ófögrum og í flestum, ef ekki öllum tilfellum orðum út útvegsstefnu Pírata.
Fyrsta rangfærslan hjá honum er sú, að hann segir að samstaða hafi ríkt meðal allra landsmanna um núverandi kerfi í marga áratugi.
Það er rangt, því alla tíð frá því kvótakerfið var tekið upp hefur það stanslaust verið gagnrýnt af öllum, endurtek, öllum sem hafa með einhverjum hætti komið að því, starfað við það eða gert sér í raun grein fyrir hvernig það virkar.
Annað sem hann segir og fer rangt með, er að kvótakerfið hafi stuðlað að uppbyggingu á íslensku samfélagi og skili mestu í ríkiskassann.
Bahhh! Þvílík haugalygi og kjaftæði, því síðan kvótakerfið var tekið upp hafa tekjur ríkisins minnkað ár frá ári þannig að í dag er ekki hægt að reka sómasamlegt velferðar, heilbrigðis eða menntakerfi í landinu vegna fjárskorts ríkisins og lítillar innkomu í kassann, því fyrir tíma kvótakerfisins var hér rekið öflugt heilbrigðiskerfi sem kostaði almenning ekki krónu og sjúkrahús og heilsugæslustöðvar voru í hverju þorpi hringinn í kringum landið.
Skólar voru fjöldamargir, vel reknir með úrvals starfsfólki, mötuneytum með metnað og kostaði sáralítið fyrir foreldra barna á þeim tíma, sérstaklega þeirra sem voru í heimavistarskólum.
Atvinna var í hverju þorpi því þar gerðu út fjöldi smábáta sem rökuðu inn vermætum sem fiskvinnslurnar á þessum stöðum gerðu síðan gríðarleg verðmæti úr til útflutnings. Í dag eru hafnirnar tómar og það bergmálar í tómum fiskvinnsluhúsum. Net línur fúna og mygla undir veggjum beitningaskúra og bátar rotna í nausti, engum til gagns né ánægju því stórútgerðirnar hafa sölsað allt undir sig, fært vinnsluna í stærri bæi nær höfuðborginni og skilið landsbyggðina eftir til að leggjast í eyði með einokunarstefnu sinni, frekju og yfirgangi.
Þetta er staðreynd.
Haukur heldur áfram með rangfærslurnar þegar hann segir að “reynslan” hefur sýnt að þeir sem byggja útgerð á leigukvóta, gangi verr um fiskimiðin heldur þeir sem “eiga” kvótann.
Þetta er svo mikið endembis kjaftæði að mann rekur í rogastans.
Ef þú leigir þér bújörð og ætlar að fá eitthvað fyrir þau hlunnindi sem fylgja jörðinni, þá hugsar þú vel um þau og hlúir að þeim eftir bestu getu til að hámarka arðinn af þeim. Nákvæmlega það sama gildir um fiskimiðin.
Þarna er því um hreinar lygar og rangfærslur hæstaréttarlögmannsins að ræða.
Þegar kemur að brottkastinu, þá eru aðrar staðreyndir í gangi en hann setur fram því það eru fjöldamörg dæmi um það að þeir sem stunda hvað allra mest brottkastið á íslandsmiðum eru nefnilega stórútgerðirnar sem “eiga” kvótann. Því það eru þeir en ekki leiguliðarnir sem ganga hvað allra verst um fiskimiðin.
Að lokum hótar hann Pírataparíinu í niðurlagi pistilsins þegar hann skrifar: “Stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi og eignarréttindi gera það að verkum að varlega þarf að stíga til jarðar, með langtímahagsmuni að leiðarljósi.
Rétt væri að íslensku sjórnæningjarnir gættu betur að slíkum sjónarmiðum við vinnu sína.”
Þarna reynir Haukur að halda því fram, að kvótinn sé eign útgerðargreifana í landinu sem er algjörlega fráleit nálgun hjá honum, enda segir skýrt og greinilega í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða, lagaákvæði sem nefndur Haukur ætti að þekkja mjög vel en vill ekki að komi fram vegna þeirra sér hagsmuna sem hann augljóslega er að skrifa fyrir, að Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Sú staðreynd, að þarna skrifar hæstaréttarlögmaður grein í dagblað sem dreift er inn á öll heimili landsins til að ljúga að almenningi með eintómum staðreyndavillum og hreinræktuðum lygum, hlýtur að gefa tilefni til að spyrja lögmannafélag íslands hvort það veiti slíkum lögmanni blessun sína?
Lögmaður sem vísvitandi lýgur og fer með pistil í dagblað sem er ekkert nema staðreyndavillur sem hægt er að hrekja með örlítilli leit á google, getur ekki verið mjög annt um æru sína, starfsheiður eða stöðu í lögmannafélaginu.
Síðan það, að hóta heilu stjórnmálaafli að stígi þeir ekki varlega til jarðar varðandi eignarákvæði stjórnarskrárinar, þá skuli þeir hafa verra af, teljum við að segi allt sem segja þarf um “heiðarleika” þessa hæstaréttarlögmanns.
Skoðað: 9338