Okrað í Herjólfi, bacon og egg á 1.940 krónur

Skoðað: 3754

herjólfsokur
Léleg þjónusta og okur.

Ung kona, Anna Margrét Valgeirsdóttir, sagði frá því, og póstar mynd á facebooksíðu sinni, þegar hún fékk sér að borða um borð í Herjólfi.
Margir gera það á ferðum sínum milli lands og eyja en í þessu tilfelli er um að ræða konu sem er með ofnæmi og verður því að passa sig á hvað hún setur ofan í sig.
Hér er saga hennar:

Var svöng um borð í Herjólfi áðan og bað um egg og beikon. En nei það er ekki hægt. Ég er með alla vega ofnæmi og get ekki borðað samlokur eða hamborgara. Samt var ekki hægt að gera undantekningu. En ég klára mig oftast á vandamálunum og pantaði hamborgara án brauðs og kjöts og sòsu en með eggi og beikoni. Borgaði 200 kr auka fyrir eggið, 200 fyrir beikonið og 1540 fyrir hamborgarann. Sem sagt fékk egg og beikon með kròkaleiðum og borgaði um 2000 kr. Góð þjònusta hjá Hherjólfi eins og alltaf! Þessu má alveg pósta, engin ástæða til að segja ekki frá svona frábærri þjónustu.

Þarna þarf að staldra aðeins við, því þjónustuleysið og ólipurðin í sem starfsfólkið sýnir með þessu háttarlagi er eitthvað sem á hreinlega ekki að þekkjast.
Þó ekki sé bacon og egg á matseðli, þá ætti að vera lítið mál að útbúa það en í þessu tilfelli hefði náttúrulega verið réttlætanlegt að draga frá verð hamborgarans, 1.540 krónur því hann var í raun ekki keyptur.

Svínarí og okur heitir þetta og ekkert annað.

Skoðað: 3754

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir