Fátækasta fólkið bíður enn í boði Katrínar þremur árum síðar

Skoðað: 2162

Falska Kata.

,,Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlæti af hendi stjórnvalda” gólaði Katrín Jakobsdóttir í umræðum um fjárlög ríkisstjórnar Bjarna Ben í september 2017 og uppskar mikið lof fyrir þá ræðu sína, svo mikið að þegar stjórn Bjarna féll nokkrum dögum síðar þá urðu þessi orð hennar til þess að hún og flokkur hennar, VG, hlutu yfirburðarkosningu það haustið.
Varla var svo Katrín búin að taka við lyklunum að forsætisráðaneytinu þegar hún sté í pontu alþingis og tilkynnti fátækasta fólkinu að það yrði enn að bíða um sinn eftir réttlætinu.
Fátækasta fólkið bíður enn í fátækt eftir þessu réttlæti Katrínar sem ekkert bólar á því það væri meira áríðandi að lækka veiðigjöld á sígrátnandi útgerðargreifana sem moka milljörðum á hverju ári í eigin vasa og aflandsreikninga úr sameiginlegri auðlind íslendinga meðan almúginn sveltur heilu hungri og nær ekki endum saman á þeim kjörum sem honum býðst.

Þann fyrsta oktober næstkomandi kemur alþingi saman og þá setur Bjarni Ben fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár. Því miður má gera ráð fyrir því að ekkert verði gert fyrir tekjulægstu hópa þjóðfélagsins sem hafa farið hvað verst út úr COVID faraldrinum og setið meira eða minna í sjálfskipaðri einangrun síðan í mars.

Það er komin tími til að öryrkjar og aldraðir snúi bökum saman og hætti að rífast innbyrgðis um málefni sem engu máli skipta fyrir kjör þessara hópa, leggi til hliðar flokkspólitískan ágreining, hatur á útlendingum, innflytjendum og hælisleitendum, enda hafa þeir hópar ekkert með kjör aldraðra og öryrkja að gera og einbeiti sér að því að minna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á þá staðreynd að öryrkjar hafa ekki fengið neinar kaupmáttarhækkanir allt þetta kjörtímabil meðan auðmenn, fyrirtæki og útgerðir hafa fengið milljarða úr ríkissjóði frá því í mars.

 

Skoðað: 2162

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir