Eykst kaupmáttur lífeyrisþega á árinu ’23?

Skoðað: 1268

Aldrei hafa fleiri þurft að leita sér hjálpar fyrir jólin ’22 en áður vegna fátæktar.

Um áramótin hækkuðu bætur almannatrygginga um 7,4% sem er ekki mikið þegar krónur og aurar eru reiknaðar út úr því sem öryrkjar og aldraðir fá í sinn hlut eftir þessa hækkunn eða svona fljótt á litið í kringum 7.500,- krónur til 12.500,- krónur útborgaðar, fer eftir því hvað þeir eru að fá úr lífeyirssjóðum og þar með hvað skerðingarnar verða miklar enda eru greiðslur úr lífeyrissjóðum skertar um krónu á móti krónu enn í dag, sem sé, lífeyrisgreiðslum fólks er hreinlega stolið til að greiða niður almannatryggingakerfið.

Þessi hækkunn er vel undir því sem ýmsar álögur og opinber gjöld hækkuðu um áramótin og á vísir.is er ágæt samantekt um þær hækkannir enda koma þær til með að bitna verst á þeim sem lægstar hafa tekjurnar þrátt fyrir gaspur bæði fjármála og forsætisráðherra um hið gagnstæða.

Sem dæmi hækkar áfengisgjald um 15% og tóbaksgjaldið um 10%.
Útvarpsgjaldið sem allir verða að greiða hækkar um 7,5% eða úr 18.000,- krónum í 20.000,- krónur.
Raforka hækkar um amk 6,3%.
Bensín og olíugjald hækkar um 7,7% sem þýðir að bensínlíterinn hækkar um að minnsta að kosti átta krónur.
Bifreiðagjöld hækka úr 7.540 kr sem greitt er tvisvar á ári upp í í 15.080 krónur.

Gjaldtaka verður aukin á rafmagns og tvinnbílum og búið er að boða 5 prósent lágmarks vörugjald á ökutæki. Gera má ráð fyrir því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 5 prósent vegna breytinganna. Þetta þýðir til að mynda að rafbíll sem sem kostar í dag um sex milljónir króna mun hækka um 6-700 þúsund krónur í verði, að með töldum virðisaukaskatti og vörugjöldum.

Herjólfur mun hækka verðskrá um 10 prósent á farþega og farartæki frá 1. janúar 2023. Þá mun verðið í Vaðlaheiðargöng hækka frá og með 2.janúar .Verðhækkunin er mismikil á milli verðflokka en sé umferð ársins 2022 lögð til grundvallar er vegin verðskráhækkun um 8 prósent í heild.

Þá mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara almennt hækka um 3,5 prósent en verðlagsnefnd búvara tók þá ákvörðun á dögunum að hækka lágmarksverðs mjólkur til bænda sem og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða.

Þá mun Pósturinn hækka verð á bréfum, fjölpósti og pakkasendingum innanlands. Verð á pakkasendingum innanlands hækkar um 5-10 prósent en verðbreytingarnar eru þó mismunandi eftir landsvæðum. Verð fyrir fjölpóst hækkar að meðaltali um 20 prósent.

Þetta er bara brot af þeim hækkunum sem komu núna um áramótin ofan á allar verðhækkannir matvöru og nauðsynja á síðasta ári svo ekki sé talað um okrið á húsaleigumarkaðinum sem setti marga af þeim sem lítið hafa og þar af minn í mjög slæma stöðu og jafnvel beint á götuna, þar sem ekkert hefur verið gert í til að hjálpa því fólki sem verst hefur það, af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Það var því meira en lítið sorglegt að hlusta á ráðherrana þrjá, Katrínu, Bjarna og Sigurð Inga halda því fram að kaupmáttur þeirra sem minnst hafa á milli handana hafi aukist langt fram yfir aðra í þjóðfélaginu.  Svona yfirlýsingar eru, og það vita allir, ekkert nema helber lygi úr munni þessa fólks sem er svo yfirlaunað að það getur aldrei sett sig í spor þess fólks sem það er að fjalla um þegar það tjáir sig með þessum hætti.

Það er augljós staðreynd öllum sem til þekkja að kaupmáttur bóta almannatryggina hefur rýrnað á hverju einasta ári síðan árið 2009 þegar ákveðið var með lögum að setja á skeringar sem gerðu ríkinu kleyft að stela atvinnutekjum öryrkja og aldraðra sem og að ræna lífeyrissparnaði þeirra með lagasetningum sem í raun brjóta stjórnarská lýðveldisins á fátækasta fólkinu.

Þessari ríkisstjórn þarf að koma frá hið snarasta og það þarf ríkisstjórn sem vindur ofan af þessu óréttlæti, þessum mannréttindar og stjórnarskrárbrotum ásamt því að ráðherrar komast hvað eftir annað upp með að brjóta lög og stjórnarskrá lýðveldisins án þess að það hafi nokkar afleiðingar fyrir þá.

Hér má horfa á Kryddsíldina í heild sinni og þar er hægt að hlusta á þetta gaspur milliliðalaust.

Skoðað: 1268

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir