Bæjarstjórn sem ekkert veit

Skoðað: 997

Á Akranesi er Bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum.
En málið er það að þeir geta ekki vitað allt einns og þeir halda.

Nefnum eitt dæmi með vinnustaðinn Fjöliðjuna sem er verndaðu vinnustaður.  Hún telur 78 Stafsfólk á samt leiðbeinendum og vita þeir hver þörfin og hvað þeim vantar og vilja og eru verkefnin fjölbreytt og tækin sem notuð eru í misjafnri stærð.  Það þýðir að stærð rýmis eða húsnæðis þarf að miðast af því og þarf einnig að hafa í huga aðgengi fyrir alla þar að meðtöldu hjólastóla.

Núna á að fara að setja þetta í samfélagsmiðstöð sem er blokk og þar á meðal verður þorpið.
Hvað eiga bærn og fatlaðir sameinlegt?
Ekki neitt.

Oft er gert grín að fötluðum og oft á tíðum eru forelrar meðvirkir.
Svo ekki sé minnst á að sagt er að ekki meigi vera með hávaða í blokk.

En hvernig er það með börn?
Eru þau ekki oft á tíðum með hávaða?
Af hverju meiga þá ekki vélar sem notaðar eru til að pakka fara þangað inn?
Það er algjörlega út í hött.

Svo er það Bæjarstjórnin sem áhvað þetta á lokuðum fundi án þess að hafa samráð við okkur sem vinnum þarna.
Hvernig geta þeir vitað hvað við þurfum og viljum?
Eru þeir að vinna þarna eða hafa þeir eitthvað verið í Fjöliðjunni að viti?
Ég held ekki.

Alla vega hefur enginn séð þá þarna sem þýðir að þeir ættu að koma sér hingað til okkar og vera með okkur alla daga í einhverjar vikur og sjá hvernig starfssemin okkar er.

Við skorum við á Bæjarstjórnina að koma og vera með okkur næstu 3 vikur frá 8 til 16 og sjá hver þörf okkar er.
Ef þið þykist vita betur, þá skuluð þið halda áfram og endurnýja húsnæðið á Dalbrautinni eins og átti að gera áður en Samfélagsmiðstöðin var ákveðin án allrar vitundar þeirra sem þar starfa.

Þið eruð ekki að vinna í Fjöliðjunni og vitið ekki þarfir okkar eða vilja.

Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson Starfsmaður Fjöliðjunnar

Skoðað: 997

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir