Skjólstæðingar Tryggingastofnunar – Ekki viðskiptavinir

Skoðað: 1191

Tryggingastofnun Ríkisins.

Sú leiðinlega málvenja hjá starfsfólki Tryggingastofnunar ríkisinis að kalla skjólstæðinga stofnunarinar “viðskiptavini” er orðin ansi hvimleið og finnst mörgum þeirra sem undir “verndarvæng” þeirrar stofnunar það vera bæði niðurlægjandi og niðrandi að vera kallaður “viðskiptavinur” af stjórnendum hennar, enda er þar stórmunur á.

Í íslenskri nútímaorðabók er orðið “viðskiptavinur” skilgreint sem “sá eða sú sem á í viðskiptum við fyrirtæki, einkum kaupandi” en orðið “skjólstæðingur” er “sá eða sú sem stendur í skjóli einhvers, nýtur verndar einhvers, hefur einhvern að umboðsmanni”

Öryrkjar og aldraðir sem eru skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins en ekki viðskiptavinir  því þeir eru ekki í neinum viðskiptum við TR heldur njóta verndar hennar og eiga afkomu sína undir því að fá greiddar þær bætur sem ríkið leggur til hverju sinni.

Það að kalla skjólstæðinga TR fyrir viðskiptavini er því bæði niðrandi og niðurlægjandi og full ástæða fyrir stjórnendur þessarar stofnunar að læra hvað orðin þýða sem þeir láta frá sér fara.

Hér, hér og hér má skoða dæmi þessara málvillna stonunarinar.

Skoðað: 1191

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir