Annar áfangi rallýkappana úr Kömbunum hefst klukkan 16:00 í dag

Skoðað: 2159

Að loknu rallýinu niður Kambana.

Maríanna Vilbergs og félagar úr Kambarallýinu halda áfram ferð sinni austur á bóginn í átt að Skógum frá Hveragerði klukkan 16:00 í dag en meiningin er að reyna að komast á Selfoss í kvöld.
Þeim sem fylgjast vilja með á netinu er bent á fésbókarsíðuna Krefjumst betri kjara! Áfram við, öll sem eitt!  þar sem sent verður út beint úr fylgdarbíl en einnig ætti að vera hægt að fylgjast með á síðu ferðabæklinga eða þá hér á Skandall.is þegar útsending hefst.

Allir sem vilja og hafa tök á að fylgja Maríönnu í þessari ferð hennar eru velkomnir og gaman væri að sjá fleiri einstaklinga í hjólastólum sem hafa getu til, fylgja henni en einnig að fatlaðir og ófatlaðir mæti á upphafs og áfangastaði til að hvetja hana áfram.

Þetta er styrktarferðalag fyrir alla einstaka einsatklinga sem margir hverjir eru fastir sem fangar heima hjá sér vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum fatlaðra og þeirra sem eiga við geðfatlanir að stríða og fá ekki þá aðstoð og hjálp sem þeir þurfa.

Söfnunin er einnig liður í því að safna fyrir hjálpartækjum fyrir fatlaða sem fá synjun frá Sjúkratryggingum og TR af einhverjum ástæðum eða hafa ekki efni á að leigja hjálpartækin frá Sjúkra eða kaupa sér sín eigin, en það er því miður staðreynd að tekjur öryrkja eru svo lágar að þeir hafa margir hverjir ekki efni á að leigja sér hjálpartæki nema þá að skera niður í mat og nauðsynjum eða lyfjum.
Það er bara staðreynd.

Við hvetjum alla til að fylgjast með og taka þátt í að hvetja Maríönnu áfram með því að mæta á upphafsstaði eða endastöð og þeir sem hafa tök á því að fylgja henni á ferðalaginu.

Skoðað: 2159

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir