Veruleikafirring, hræsni og hreinar lygar Kötu Jak

Skoðað: 9334

Sorgleg staðreynd.

23. ágúst skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skoðanapistil á Vísi.is sem er vægast sagt úr öllum takti við það sem almenningur á íslandi sér og upplifir.
Þar fer hún yfir stöðu efnahagsmála og niðurgreiðslu skulda ríkisins sem er í sjálfu sér mjög gott en um leið mjög slæmt þegar litið er til þess sem á eftir kemur í skrifum hennar en það eru nokkur atriði sem lýsa vel þeirri algjörru blindu og veruleikafirringu sem einkennir þá sem sitja í ríkisstjórn íslands í dag og því er því miður aðeins hægt að flokka sem hreina og klára lygi úr penna og huga forsætisráðherra.

En er það í raun forsætisráðherra sem skrifar þessa grein?
Við leyfum okkur að efast stórlega um það því fingraför eins mesta glæpamanns, afskriftakóngs, Panamaprins og manns sem hefur langa slóð gjaldþrota og afskrifta á bak við sig eru einkenni þessarar greinar.
Þið vitið vel um hvern er að ræða enda situr sá mafíuforingi í fjármálaráðuneytinu í dag.

Við skulum skoða nokkur atriði úr þessari grein sem hægt er að hrekja með staðreyndum.

Allir landsmenn eiga að geta treyst á örugga heilbrigðisþjónustu þegar eitthvað bjátar á. Styrking heil­brigðis­kerfisins hefur verið forgangsmál í hugum landsmanna þegar viðhorf þeirra hefur verið kannað til mikilvægustu málaflokkanna fyrir kosningar síðustu ára.

Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja að fólk geti einfaldlega treyst því að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu þegar á reynir. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka framlög til heilbrigðismála um 19% að raunvirði á næstu fimm árum, til viðbótar við þá 11% aukningu sem ákveðin var í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægasta verkefnið er að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætlunar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þetta er samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ein mikilvægasta jöfnunaraðgerð sem hægt er að ráðast í. Þá hefur núverandi heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að forgangsraða í þágu geðheilbrigðismála og heilsugæslunnar um land allt.

Í pistli sem birtur var í gær hér á þessum vef um stöðufærslu íslensks ferðamanns í Turku í Finnlandi kemur vel fram hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa logið gengdarlaust á alþjóðavettvangi um stöðu heilbrigðismála á íslandi þess efnis að heilbrigðisþjónusta sé ókeypis, biðtími nánast engin eftir aðgerðum og svo mætti lengi telja því sannleikurinn og staðreyndirnar um íslenskt heilbirgðiskerfi er með þeim hætti að ef erlendir fagaðilar kæmu og tækju það út þá mundi ísland vera í hópi þeirra ríkja sem eru með dýrustu og sennilega verstu þjónustu við sjúklinga í hinum vestrænu ríkjum.

Svo skulum við aðeins ræða skerta þjónustu og niðurskurðinn sem LSH þarf að ganga í gegnum þó svo einhverjum smá fjármunum hafi verið bætt í kerfið og kostanaðarhlutdeild sjúklinga hafi verið aukin.
Svo eru það lokanir deilda og sviða sem aldrei hafa verið meiri eða lengri en á þessu ári vegna fjárskorts og fækkunnar starfsfólks.
Meira að segja hjartagáttin var lokuð í mánuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.
Hugarafl fær engar fjárveitingar.  Eina lausn margra sem eiga við geðræn vandamál að stríða verður lokað vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar.

Geðheilsu- og eftirfylgdarteymið verður lagt niður, og í staðinn verða stofnuð þrjú ný teymi.

Við höfum unnið saman undir sama þaki í 15 ár, og við höfum séð um þann hluta af þessari hugmynd sem eru hópastarf og annað, segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. En það á að leggja þetta teymi niður bara komplít, og þess vegna erum við að missa húsnæðið, vegna þess að við höfum verið undir þaki heilsugæslunnar.

Málfríður segir að með gömlu tilhöguninni hafi notendur og sjálfboðaliðar Hugarafls og fagmenn frá geðheilsuteyminu unnið saman að bata notendanna, hvaðanæva að á landinu. Nú verði þjónusta nýju teymanna þriggja einskorðuð við fólk í póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir ákvörðun heilsugæslunnar geðþóttaákvörðun.

Mér finnst til skammar hvernig er farið með skattfé. Til að búa til nýtt á að henda þessari 15 ára reynslu, og það á að henda þessu flotta starfi sem teymi geðheilsu og eftirfylgni hefur unnið, segir Málfríður.

Það er ekki bætt þjónusta því þarna er verið að eyðileggja 15. ára starf þessara samtaka til að þóknast einhverjum sérhagsmunum.

Þegar lykiltölur eru skoðaðar fyrir Ísland má ljóst vera að ólíkt mörgum nágrannalöndum hafa Íslendingar unnið mjög vel úr hruninu og flestar kennitölur stefna í rétta átt. Skuldastaða ríkissjóðs fer batnandi, kaupmáttur hefur aukist verulega vegna þess að aukin verðbólga hefur ekki fylgt launahækkunum, ekki síst vegna hagfelldra ytri aðstæðna.

Hér má sjá íslenska vaxtaokrið í raun miðað við önnur lönd.

Enn er vísað í helvítis meðaltölin.  Meðaltöl sem segja ekkert um stöðu þeirra sem verst hafa það í samfélaginu eða þá brjálæðislegu hækkunn launa alþingismanna, ráðherra, forstjóra hjá ríkisstornunum og svo mætti lengi telja upp sukkið og svínaríið hjá yfirstéttinni og elítu íslands meða öryrkjar, láglaunafólk, atvinnulausir og aldraðir hafa stöðugt dregist aftur úr í launaþróun og kaupmáttur þeirra rýrnað þegar rauntölur eru skoðaðar enda passa stjórnvöld vel upp á að falsa sínar niðurstöður þegar kemur að þessum hópum með því að taka ekki þróun húsnæðiskostnaðar inn í þær tölur sem hún byggir á.

Á götunni 2018.
MYND: Gunnar Karlsson.

Ef það kallast að hafa unnið sig vel út úr hruninu með því að svifta þúsundi fjölskyldna húsnæði sínu.  8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði. Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara til að byggja upp bankakerfið eftir hrun, þá er víst óhætt að segja að það hafi tekist mjög vel til enda borgar almenningur skuldir glæpalýðsins sem stýrði og stýrir enn banka og viðskiptalífinu á íslandi.  Þá var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum. Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota.  Okurvextir á útlánum bankana miðað við nágranalöndin eru staðreynd og svo hin séríslenska verðtrygging sem svo er kölluð er ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður þegar það eru lagðir okurvextir á okurvexti á húsnæðislán og má glöggt sjá á þeim hagnaði sem bankarnir skila.
Þegar það er reynt að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir bönkum í Evrópu þá skilja þeir ekki hvernig þetta getur verið löglegt og segja að þetta sé ekkert annað en mafíustarfsemi sem hvergi þekkist nema í bananalýðveldum þar sem glæpamenn stjórni hagkerfum.

Þessi grein Katrínar er því lítið annað en lygar og tómur þvættingur á því ástandi sem ríkir í samfélaginu enda virðist það því miður vera svo að excelskjöl og meðaltöl haf meira vægi hjá þessari ríkisstjórn heldur en staðreyndir og líf þess fólks sem fjallað er um.  Katrín ætti að sjá sóma sinn í því að fara út á meðal almennings og ræða við fólkið sem er á lægstu laununum og á bótum almannatrygginga, sjá með eigin augum hvernig líf þessa fólks er í stað þess að haga sér eins og mafíuforinginn í fjármálaráðuneytinu sem keyrir höfuðið aftur og horfir til himins svo hann sjái ekki almúgann fyrir framan sig í hroka sínum, sjáfselsku og eigingirni því geri hún það er hætt við að hún drukni í næstu rigningardembu.

Það væri hægt að hafa þetta miklu lengra en við látum staðar numið hér enda þessi pistill orðin lengri en ætlað var í upphafi.

Skoðað: 9334

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir