UPPFÆRT! Umhverfissóði sást henda rusli við Nesjavallaveg

Skoðað: 1338

Umhverfissóði staðinn að verki á vatnsverndarsvæði.

UPPFÆRT!

Landeigandi hafði samband við fjölmiðla í gær og sagði málið byggt á misskilningi.  Ruslið sé þarna með hans vitund og verði farið eftir helgi.
Eftir að eigandi jarðarinnar hafði samband við Pálma og útskýrði málavexti þá fjarlægði Pálmi færsluna.

Pálmi Gestsson leikari með meiru setti póst á Fésbókarsíðu sína þar sem hann bendir á umhverfissóða sem náðist á mynd við að henda rusli við Nesjavallaveg upp úr hádegi í dag.  Hann brenndi á staðinn en var of seinn því kauði var farinn og skildi eftir sig haug af rusli á vatnsverndarvsvæðinu þar sem stranglega er bannað að henda rusli.

Pálmi fékk myndirnar af verknaðinum sendar en sjálfur tók hann myndirnar af draslinu sem viðkomandi skildi eftir sig.

Nú væri fengur í því ef einhver veit hver kauði er og getur látið viðkomandi yfirvöld vita svo hægt sé að ná í kauða og láta hann þrífa upp eftir sig og fara með ruslið sitt í viðeigandi förgun. Svo væri nú ekki verra ef hægt væri að sekta hann svona pínulítið því kanski mundi hann læra af því.

Innlegg Pálma hér að neðan ásamt myndum hefur verið fjarlægt.

Við minnum svo á kaffistyrktarhnappinn hér hægra megin.

Skoðað: 1338

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir