Þrettándi mánuðurinn

Skoðað: 1201

Ísland í dag.

Nú þegar styttist til jóla og fjárlög eru áberandi í umræðum á alþingi þá kom upp sú hugmynd hjá undirrituðum sem mundi koma sér sérstaklega vel fyrir aldraða og öryrkja sem alla jafna berjast í hverjum mánuði við að ná endum saman að stjórnvöld myndu, í staðin fyrir að greiða desemberuppbót, sem er lágkúrulega lítil og allt, allt of lág, greiða út til lífeyrisþega þrettánda mánuðinn skatta og skerðingalaust, með þeim hætti að sú greiðsla yrði komin inn á reikning þeirra fimmtánda desember í ár.

Það eru dæmi fyrir því að fyrirtæki hafa gert þetta og má nefna að Ikea gerði þetta í það minnsta einu sinni árið 2016 og einhver fleiri fyrirtæki hafa gert þetta bæði áður og síðar.

Ef stjórnvöld væru nú tilbúin að gera þetta í það minnsta einu sinni til að létta undir með þeim sem minnst mega sín þá mundi það losa ansi mikið af fólki við áhyggjur, kvíða og létta þeim jólin þó ekki væri nema það.

Eigum við að deila þessu til þingmanna og ráðherra í þeirri von að þeir hafi einhvern smá snefil af mannúð í sér?

Skoðað: 1201

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir