Staðreyndir sem Bjarni Ben neitar að viðurkenna
Skoðað: 1339
Finnur Birgisson sendi Fjárlaganefnd Alþingis umsögn um fjárlögin fyrir 2021 og fór í henni sérstaklega yfir þá óheillaþróun sem orðið hefur á kjörum aldraðra í landinu um langt skeið.
Umsögnin er ítarleg og studd gögnum sem ekki er hægt að hrekja.
Umsögnin í heild sinni er í linknum hér að neðan, en þar má meðal annars sjá þessar staðreyndir:
Það er nöturlegt að sjá hvaða kveðjur stjórnvöld eru að senda eldri borgurum landsins. Þar fara alls ekki saman orð og efndir.
Fagurgalinn um að búa öldruðum notalegt ævikvöld hefur snúist upp í andhverfu sína.
Reynt er vísvitandi að keyra kjörin niður – svo harkalega að vonlaust er af lifa mannsæmandi lífi af þeim fyrir þá sem hafa ekki annað sér til lífsviðurværis.
- Árið 2010 var ellilífeyririnn 153.500 kr. á mánuði, en í ár er hann 256.800 kr.
• E f hann hefði hækkað eins og launavísitalan væri hann núna 297.600 kr. eða 40.800 kr. hærri.
• E f hann hefði hækkað eins og lægstu laun væri hann núna 313.500 kr. eða heilum
56.700 kr. hærri!
– Það munar um minna en slíkar upphæðir hjá fólki sem hefur ekki annað til að lifa af en
þessar greiðslur frá TR.
Með tilliti til þessara staðreynda er ekki hægt með réttu að halda því fram að Alþingi sjálft
hafi virt ákvæði 69. gr. almannatryggingarlaga um hækkanir lífeyrisins milli ára, við
afgreiðslu fjárlaga hvers árs á þessu tímabili.
Skoðað: 1339