Skattalækkannir Fals-On Bjarna Ben eru blekkingar

Skoðað: 3210

Skilaboð til öryrkja og lágtekjufólks frá Bjarna Ben.

En einu sinni kemur svokallaður fjármálaráðherra landsins fram með tillögur sem eiga að vera til hagsbóta fyrir láglaunafólk á íslandi, þá sem bera í raun lang mestu skattbyrgðina í þjóðfélaginu og segir við almúgann; “Sjáið hvað við erum góð við ykkur“.

En þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að allt eru þetta lygar og blekkingar en þó þannig fram sett að fólk trúir því að verið sé að gera vel við láglaunastéttirnar.
Í því liggur snilld Bjarna Ben og reiknimeistara hans.

En í hverju liggur lygin og falsið?
Gefum Marínó G. Njálssyni orðið enda hefur hann reiknað þetta út og séð í gegnum blekkinguna.

En svo er það rúsínan í pylsuendanum. Til að geta nýtt að fullu kerfisbreytingarnar, þá þarf fólk að hafa 325.000 kr. í tekjur eða meira. Eftir því sem tekjurnar eru lægri, þá verður ávinningurinn minni. Hafi einstaklingur 250.000 kr. er ávinningurinn um 9.630 kr. á mánuði, 7.710 kr. hjá þeim sem er með 200.000 kr., 5.612 kr. hafi viðkomandi 175.000 kr. og 0 kr. séu tekjur undir núverandi skattleysismörkum. Berum það svo saman við það sem ALLIR með laun yfir 325.000 kr. fá.

Það er alveg einskær og ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best, þegar þær gagnast þeim síst!

Alla færslu Marínó má lesa hérna að neðan.

Skoðað: 3210

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir