Siðblindingjar eyðilögðu daginn eins og við var að búast.

Skoðað: 27658

Íslandsmafían hin eina og sanna.

Panamadrengir, biskup í vandræðum, ráðherra með lögbrot í farteskinu, styrkjaþegar, kúlulánsfólk, vafningsdrengir, yfirhylmingaskýrslulið, aksturspeningameistari, kennitöluflakkarar.
Hvernig í ósköpunum er hægt að bera virðingu fyrir svona fólki sem situr á helgasta stað þjóðarinnar alveg rasandi hissa á því að ekki skuli fleiri hafi mætt til að glápa á herlegheitin á miðjum vinnudegi venjulegs Íslendings?
Er fólk eitthvað hissa á því að almannagjá skilgreini orðið , milli þjóðar og þings?
Þetta er sorgardagur þar sem fólki sem er löngu búið að tapa trausti og virðingu þjóðarinnar tókst að eyðileggja algjörlega.
Dagur sem hefði verið hægt að gera skemmtilegan á svo margan hátt.
Sjálfstæði þjóðarinnar opinberaðist í dag. Það er ekkert.
Það eru þau og svo aftur þau.
Og enn og aftur þau.

Þjóðin hinsvegar var afgirt langt utan við “hátíðarsvæðið” og sérsveitin sást voma út um móa og mýrar, alvopnuð og tilbúin að aflífa hvert það kvikindi sem vogaði sér að trufla athöfn elítunar.

Þetta var svolítið fyrirsjáanlega vandræðalegt þarna á Þingvöllum í gær.
Einmana þing í landi án þjóðar, að klappa sér og mökum sínum á bakið. Eins og athöfn frá allt öðrum tíma, í boði ráðalausrar ríkisstjórnar sem heldur áfram seinheppni sinni og furðugangi, og virðist í engum takti við þjóðlífið.

Þetta væri eins og að halda upp á stórafmæli ömmu sinnar, bjóða henni EKKI, en senda henni svo reikning upp á 80 milljónir fyrir veisluhaldið.

Siðleysi ráðamanna þjóðarinnar náði nýjum toppi í dag.

Skoðað: 27658

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir