Samsæriskenning sem stenst enga skoðun

Skoðað: 2200

Þingmenn sem sátu að sumbli í vinnutíma.

Reimar Pétursson, lögmaður þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn, hefur sent Persónuvernd bréf þar sem ítrekuð er sú krafa að Bára Halldórsdóttir verði sektuð. Þá er farið fram á að Persónuvernd afli myndefnis sem sýni mannaferðir fyrir utan Klaustur þetta kvöld og láti þingmönnunum í té. Fram kemur að þeir hafi þegar óskað eftir aðgangi að myndefninu án árangurs.

„Umbjóðendur mínir telja sig þurfa að fá aðgang að þessu myndefni, ekki bara vegna dómsmáls sem þeir íhuga að höfða, heldur einnig og ekki síður vegna meðferðar máls þessa hjá Persónuvernd,“ segir í bréfi Reimars sem Stundin hefur undir höndum. Umbjóðendur hans eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason. Sá síðastnefndi er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Svo kemur það ótrúlega sem stenst enga skoðun þessa fólks.
Í bréfi Reimars er einnig lögð áhersla á að Bára hafi brugðið sér dulargervi. „Til að forðast athygli umbjóðenda minna virðist gagnaðili hafa tekið sér gervi erlends ferðamanns. Hún hafi gert sér far um að haga sér sem slíkur. Þannig hefur gagnaðila sagst hafa haft „bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði“ meðferðis þegar hún mætti á Klaustur. Hún „þóttist“ lesa þá til að viðhalda leynd um aðgerðir sínar.“ Fram kemur að þetta gefi til kynna að „gagnaðili hafi verið búinn að ákveða gervi sitt áður en hún kom á staðinn.“

Þessi samsæriskenning heldur ekki vatni þegar hlutirnir eru skoðaðir í samhengi nema í huga fársjúkra einstaklinga því sexmenningarnir laumuðust úr vinnunni  með nánast engum fyrirvara til að setjast að sumbli á Klausturbar fyrir allra augum og í allra áheyrn.  Séu myndir af horninu sem þeir sátu í skoðað, þá  sést vel að þetta er við guggann sem snýr út að götu og við hliðina á innganginum og þau því í allra augsýn.

Í annan stað má öllum vera ljóst að hafi einhver sagt Báru frá því að þessi “fundur” ætti sér stað á Klausturbar, þá hefur það verið einhver af þessum sexmenningum eða einhver samstarfsmaður þeirra sem þekkti Báru en að eigin sögn var hún búin að sitja um stund á barnum þegar hún varð vör við sexmenningana og heyrði samræður þeirra.  Samræður sem henni blöskraði svo algjörlega að hún fór að taka þetta upp enda á opinberum stað þar sem allir gátu heyrt á tal þessa fólks enda lá þeim ekki lágt rómur eins og heyra má í sumum hljóðbrotunum þar sem hrópin og svívirðingarnar glymja hreinlega um salin í upptökunum.

Það hlýtur hver heilvita einstaklingur að skilja að þessar samsæriskenningar fjórmenningana sem nú höfða mál á hendur Báru eiga sér ekki nokkra einustu stoð í raunveruleikanum en eru hugarburður sjúkra einstaklinga hvar siðferði, heiðarleiki og abyrgðarkennd hefur algjörlega verið skilin eftir í ruslinu þegar hausinn á þessu fókli var innréttaður og þeir sem reyna að verja gerðir fjórmenningana eru lítið skárri hvað siðferði varðar en þessir illa innrættu einstaklingar sem buðu sig fram til að þjóna almenningi á íslandi en sýndu svo sitt rétta eðli og innræti þegar þau öll sex að tölu hófu að níða niður samstarfsfólk sitt, einstaklinga úti í þjóðfélaginu og minnihlutahópa, haugdrukkin.

Hugleysi og aumingjaskapur þessa fólks mun aldrei gleymast og má það heldur ekki því einhversstaðar verður að draga línuna þegar kemur að ábyrgð, heiðarleika og siðferði þess fólks sem býður sig fram til að þjóna almenningi með setu sinni á alþingi og því mður hefur þetta fólk farið yfir öll þau strik, allar línur og getur ekki einu sinni borið ábyrgð á hegðun sinni, gerðum og orðum eftir að upp komst um svínaríið því aftur og aftur stígur þetta fólk fram með yfirlýsingar þar sem þau staðfesta aftur og aftur að heiðarleiki, réttsýni, ábyrgð og siðferði þeirra er minna en ekkert og meirihluti almennings í landinu vill að þau axli ábyrgð og segi af sér þingmennsku.

En hrokinn og frekjan svo ekki sé talað um siðferðishlutan kemur í veg fyrir það hjá þessu fólki því það heldur sig yfir öll lög og reglur hafið, að það sé ósnertanlegt og í guðatölu, langt yfir mannlega bresti hafið.  Fast í hugarfari heimskunar, frekjunar og hrokans.

Skoðað: 2200

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir