Píratar brjóta upp fornaldarformið á Alþingi.

Píratar brjóta upp fornaldarformið á Alþingi.

Skoðað: 1770

Þingmenn Píratar með FO húfur.
Fokk ofbeldi.

,,Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu.”

Þannig hefst færsla Söru Óskarsson á facebook þar sem hún birtir meðfylgjandi mynd af Birni Leví og Þórhildi Sunni samflokksþingmönnum sínum þar sem þau standa sitt hvoru megin við ræðupúlt Alþingis og skarta húfum hvar á stendur FO sem er skammstöfun fyrir ,,Fokk Ofbeldi”
Í pontu stendur Berþór Ólason miðflokksmaður og klausturfari og var gjörningurinn honum til heiðurs.

Sara heldur áfram og lýsir atburðarrásinni sem varð í kjölfarið en annar þingmaður Miðflokksins hneikslaðist á þessu gjörningi og Sara svaraði honum fullum hálsi.

Annar þingmaður Miðflokksins kallaði úr sæti sínu: “Smekklegt!”
Ég sneri mér að honum og sagði að við ættum nú að láta skömmina vera þar sem að hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.
Hann svaraði: “Þið kunnið enga mannasiði”.
“Kunnum VIÐ enga mannasiði?” Svaraði ég honum og minnti hann á orð umrædds þingmanns á Klaustri.
Gleymdi alveg að minnast á að sá, og klausturvinir hans, standa einmitt í því þessa dagana að kæra öryrkja til persónuverndar, Hæstaréttar o.s.frv
Og láta ekki þar við sitja heldur ásaka hana núna um skipulagðar njósnir í dulargervi og vilja að persónuvernd grafi upp upptökur frá dagsetningunni.
Brjóstumkennanlegt svo ekki sé meira sagt. #Fokkofbeldi#TakkBára

Meðan þingmenn MIðflokksins sem náðust á upptöku á Klausturbar sitja enn á þingi ættu samþingmenn þeirra að láta það vera að væna aðra um dónaskap og ásakanir um mannasiði því ekkert virðist bóla á þeim eiginleikum hjá Miðflokksmönnum.
Píratar eiga þakkir skyldar fyrir að standa uppi í hárinu á siðblindum, óheiðarlegum og hrokafullum þingmönnum, sama hvar í flokki þeir standa með aðgerðum sínum.

Skoðað: 1770

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka