Nornaveiðar og myndbirtingar af meintum nauðgurum

Skoðað: 3876

Nornaveiðar á nútímavísu eru aðeins öðruvísi.
Nornaveiðar á nútímavísu eru aðeins öðruvísi.

Aldrei hafa áður verið eins miklar nornaveiðar á samfélagsmiðlum eins og í máli meintra naugara sem sleppt var lausum eftir yfirheyrslur þar sem grunur lék á að þeir hefðu komið sér upp aðstöðu í íbúð í Hlíðunum í Reykjavík til að stunda það að nauðga fórnarlömbum sínum.

Fólk er hreint út sagt alveg rasandi brjálað yfir því að þeir skuli ekki hafa verið settir í gæsluvarðhald meðan á rannsókn málsins stóð og hefur fólk farið gjörsamlega offari í því að birta nöfn þeirra og myndir af þeim á samfélagsmiðlum síðan málið komst í hámæli og dómstóll götunar er sá óvægnasti þegar slikar nornaveiðar komast á flug.

En hvaða afleiðingar geta svona nornaveiðar haft á þjóðfélagið, þá sem birta myndir og nöfn grunaðra nauðgara og síðast en ekki síst, þá sem fyrir ofsóknunum verða?

Í fyrsta lagi eru lög í landinu sem öllum ber að fara eftir og fólk er saklaust uns sekt er sönnuð.
Í öðru lagi er hætt við að þeir sem birta myndir og nöfn fólks opinberlega, sem ekki hefur verið dæmt fyrir glæpsamlegt athæfi hafi sjálfir gerst sekir um glæp.
Í þriðja lagi.  Verði þessir menn dæmdir saklausir af þeim glæpum sem þeir eru sakaðir um, þá eiga allir þeir sem hafa deilt af þeim myndum og nöfnum þeirra yfir höfði sér ákæru vegna ærumeiðinga og gætu því með athæfi sínu gert þessa menn að milljónamæringum kjósi þeir að höfða einkamál á hendur hverjum og einum þeirra sem hefur dreift af þeim myndum og nöfnum þeirra með meiðandi ummælum.

XXV. kafli. Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs.

234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1)allt að 1 ári.

238. gr. Ekki er heimilt að færa fram í máli út af meiðyrðum sönnur fyrir refsiverðum verknaði, sem sá, er þeirri sök er borinn, hefur verið sýknaður af með fullnaðardómi í opinberu refsimáli hér á landi eða erlendis.

241. gr. Í meiðyrðamáli má dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
Dæma má þann, sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atriðisorða hans eða forsendna jafnframt, eftir því sem ástæða þykir til, í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum.

Lögreglan er svo sannarlega ekki saklaus þegar kemur að þessu máli og svo mörgum fleiri sem snúa að nauðgunarmálum því hún hefur haldið ákaflega illa á þeim og ákærur gegn nauðgurum hafa verið svo illa reifaðar fyrir dómstólum að flestum málum er vísað frá dómi eða meintir nauðgarar verið sýknaðir vegna skorts á sönnunum.
Slík vinnubrögð eru algjörlega óþolandi og vinnulaginu verður að breyta og auka fjárveitingar til lögreglunar og fá fagfólk í yfirstjórn hennar sem getur tekið rétt á málunum því núverandi yfirstjórn lögreglunar er því miður í höndum amatöra og flokksgæðinga ákveðina stjórnmálaflokka sem ráða ekkert við þau verkefni sem lögreglan þarf að fást við og sinna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

Það er því hætt við að þetta mál eigi eftir að koma harkalega niður á þeim sem hafa talið sig réttsýna og beint reiði sinni að meintum naugurum með því að birta af þeim myndir og nöfn þeirra án þess að búið sé að taka mál þeirra fyrir, því eins og áður er nefnt þá gæti farið svo, ef þeir verða dæmdir sýknir saka, að hinir “réttlátu”, dómarar götunnar verði sjálfir dæmdir til fjárútláta og jafnvel fangavista á grundvelli laga um ærumeiðinga og þar með gert þessa menn að milljónamærlngum.

Þetta er eitthvað sem fólk ætti alvarlega að hugleiða áður en það fer af stað í svona nornaveiðar gegn einstaklingum sem ekki hafa verið dæmdir sekir.

Mikið væri nú dásamlegt ef almenningur brjálaðist svona vegna raunverulegra samfélagsmála sem snertir hann beint eins og framkomu ríkisstjórnarinar gagnvart öryrkjum, öldruðum og verst setta fólkinu í landinu sem nær ekki endum saman vegja lágra tekna.
Eða ástandinu í heilbrigðis, velferðar og menntamálum.

Skoðað: 3876

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir