Moggagrein Arnórs svarað

Skoðað: 1557

Blekkingunni haldið áfram með því að minnast ekki á persónuafsláttinn sem lækkar.

Bjarni Benediktsson hefur svarað Moggagrein Arnórs Ragnarssonar þar sem Bjarni telur að sér og reikniskúnstum sínum vegið.
Þegar maður les yfir svar Bjarna þá sést strax að hann talar ekkert um lækkun persónuafsláttarins en talar bara um skattalækkunina eina og sér.

Að sjálfsögðu eru svona svör ekki sannleikanum samkvæmt og Bjarni ætti að skammast sín fyrir að reyna að slá ryki í augu fólks með sínum sífelldu lygum og blekkingum.

Nú þurfa sérfræðingar í skattamálum að stíga fram og reka lygarnar og falsið ofan í Bjarna og gera það af hörku sem ekki hefur sést áður svo maðurinn fari að hætta þessari skítataktík sinni og gera sér grein fyrir því að íslendingar eru ekki fávitar þó hann sé sannfærður um það.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Arnór Ragnarsson að álögur á eldri borgara muni hækka vegna skattkerfisbreytinga sem eru boðaðar nú um áramót. Nánar tiltekið að eldri borgari með 300 þ.kr. tekjuskattsstofn muni greiða 400 kr. meira í skatt á mánuði á næsta ári vegna fyrirhugaðra breytinga á sköttum.

Þetta er á misskilningi byggt sem sjálfsagt er að leiðrétta.

Hið rétta er að eldri borgari með tekjuskattsstofn upp á 300 þúsund kr. hefði í óbreyttu kerfi haldið eftir 247.546 kr. 2020 en mun halda eftir 250.244 kr. í nýju skattkerfi. Hann fær því skattalækkun upp á 2.700 kr. á mánuði frá áramótum eða rúmlega 32 þ.kr. í auknar ráðstöfunartekjur á árinu 2020.

Þetta er einungis fyrri hluti skattalækkunarinnar. Á árinu 2021 lækka skattarnir enn frekar og munar þá 7.532 kr. á mánuði eða 90.384 kr. á ári. Þá má geta þess að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga munu að auki hækka um 3,5% árið 2020.

Nýtt tekjuskattskerfi mun auka, ekki skerða, ráðstöfunartekjur eldri borgara og hækka ráðstöfunartekjur allra tekjutíunda. Alls munu heimilin hafa 21 ma.kr. meira milli handanna á ári frá og með 2021.

Arnór reiknar nefnilega með lækkun persónuafsláttarins en það gera Bjarni Ben ekki og reynir þar með að beita sínum þekktu blekkingum og lognu útreikningum án þess að svo mikið sem skammast sín fyrir það.

Á næsta ári lít­ur dæmið svona út: Skatt­ur­inn af 300 þúsund­un­um er 35,04% eða 105.120 krón­ur og per­sónu­afslátt­ur­inn 51.265 krón­ur. Eft­ir standa 246.145 krón­ur, eða 482 krón­um minna en á þessu ári.

Segir í grein Arnórs.

Stöðufærsla frá Bjarna með skruminu er svo aðgengileg hér að neðan.

Skoðað: 1557

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir