Kaupmáttur lægstu launa og bóta minnkar á næstu tveimur árum

Kaupmáttur lægstu launa og bóta minnkar á næstu tveimur árum

Skoðað: 1596

130 milljarðar voru látnir falla á almenning í landinu.

Eldsneyti, áfengi og tóbak hækkar í verði og nýir umhverfisskattar taka gildi.  Persónuafsláttur mun lækka sem nemur 5 þúsund krónum.  Kolefnisgjald hækkar um 10 prósent, en það er lagt á innflutning á gas, díselolíu, bensín og flugvélaeldsneyti svo dæmi sé tekið.  Nýir grænir skattar verða teknir upp, í skrefum næstu tvö árin. Annars vegar skattlagning á urðun úrgangs sem á að hvetja til endurvinnslu. Er gert ráð fyrir að skatturinn nemi að meðaltali 6 þúsund krónum á fjögurra manna heimili á næsta ári.  Loks er gert ráð fyrir að krónutölugjöld hækki um 2,5 prósent. Nær sú hækkun til vörugjalda á áfengi, tóbak, eldsneyti og bifreiða- og kílómetragjalds. Jafnframt hækkar gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjald um 2,5 prósent.

Þetta ásamt því sem minnst er á í fyrri pistli gerir það að verkum að kaupmáttur þeirra sem hafa lægstu tekjurnar í þjóðfélaginu ásamt þeim sem þyggja bætur almannatrygginga mun rýrna töluvert á næstu tveimur árum.

Fjármálasnilli Bjarna Ben, 130 þúsund milljón króna afskriftakóngsins er engu lík og blekkingarleikur hans og lygar munu sýna sig í verri afkomu þeirra sem lægstar hafa tekjurnar.

 

Skoðað: 1596

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka