Lyga og áróðursmiðillinn Andríki
Skoðað: 3827
Talsvert mikið hefur verið rætt um fjölmiðla og siðferði þeirra undanfarið en í þessum stutta pistli verður dregin upp ljót mynd af vefmiðlinum Andríki sem vílar ekki fyrir sér að ljúga hreinlega upp fréttum ef það þykir henta þeim sem að vefmiðlinum standa.
Í morgunn var ráðist harkalega að Halldóri Auðar Svanssyni borgarfulltrúa Pírata og hann sagður standa í vegi fyrir að upplýsingar um rekstur borgarinar yrðu gerðar opinberar en áður var Andríki búið að birta pistil sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.
Þar segir meðal annars:
Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata tók í gær til varna fyrir aðkeypta verktöku Pírata sem flokkurinn greiðir milljónir fyrir en neitar að upplýsa um hverjir þiggi. Um er að ræða peninga sem flokkurinn fær frá skattgreiðendum og ætla mætti að flokkur sem berst fyrir allsherjar „upplýsingafrelsi“ og gagnsæi myndi ekki leyna hvernig er varið. Pírata segja í yfirlýsingu að þessar milljónir til leyniverktakanna séu „ósundurliðaðar vegna persónuverndar.“
Það kemur hins vegar ekki mjög á óvart að Halldór skuli verja þessa leyniverktöku því hann hefur í félagi við aðra vinstri menn í meirihluta borgarstjórnar tafið það árum saman að upplýsingar um kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar með rafrænum hætti.
Halldór Auðar svarar svo fullum hálsi í dag þar sem hann segir Andríki vera flokkspólitískan áróðursmiðil og bætir við, hann er líka lygamiðill.
Við mælum með að fólk lesi einnig umsagnirnar við þessa stöðufærslu.
Um Andríki
Andríki var stofnað árið 1995. Félaginu er ætlað að kynna frjálslyndar stjórnmálahugmyndir með útgáfu og öðru starfi. Hinn 24. janúar 1997 hóf félagið daglega útgáfu á vef sínum undir nafninu Vefþjóðviljinn sem síðan hefur verið hryggjarstykkið í starfi félagsins.
Andríki er áhugamannafélag. Félagið fjármagnar starfsemi sína, útgáfu, þýðingar, gerð viðhorfskannana, auglýsingar og rekstur á vef, með frjálsum framlögum. Margir hafa styrkt félagið mánaðarlega frá fyrstu útgáfudögum Vefþjóðviljans. Hér má bætast í þann afbragðs hóp.
Með ritstjórn á vef félagsins fara nú: Glúmur Björnsson, Hörður H. Helgason og Þorsteinn Arnalds.
Hafa má samband við félagið í netfang þess andriki[hjá]andriki.is og í síma 551 7500 á skrifstofutíma.
Með því að fara inn á Andríkisvefinn má sjá mikið af efni í formi “frétta” og greina sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum en eru uppspuni og lygar þeirra sem hafa ekkert siðferði til að bera í ritum sínum en gera allt til að sverta þá sem þeir telja andstæðinga sína því þannig teljast þeir að “þeirra” fólk hagnist á því.
Slíka einstaklinga bera að afhjúpa og opinbera sem siðblinda lygara því almenningur í landinu hefur fengið yfir sig nóg af slíku fólki og sést það best á því hvernig stjórnmálamenn, blaðamenn og bloggarar hafa hvað eftir annað verið afhjúpaðir sem siðblindar lyga og áróðursmaskínur sem enginn heilvita einstaklingur tekur lengur mark á.
Hvað eru td margir sem taka enn mark á sandkassaskrifum Davíðs Oddssonar í Stakasteinum?
Páli Vilhjálms moggabloggara?
Viðskiptablaðið þar sem ritstjórar fara með hálfsannleika og jafnvel hreinar og klárar lygar?
Andríki ásamt fleiri áróðursmaskínum á samfélagsmiðlum eins og Veggurinn og kosningar2016 sem víla ekki fyrir sér að ljúga upp heilu skáldsögunum til að afvegleiða fólk er eitthvað sem Blaðamannafélagið og þeir sem vilja sannleiksgildi og siðferði í fréttaflutningi ættu að taka sig saman um að láta loka á. Í það minnsta að að víta þá opinberlega þegar þeir verða uppvísir að lygum eins og í þessu tilfelli.
Skoðað: 3827