Íslendingar eru fljótir að gleyma

Skoðað: 4835

Bjarni er ósannindamaður og lýðskrumari sem vill vinna fyrir auðvaldið en ekki þjóðina.
Bjarni er ósannindamaður og lýðskrumari sem vill vinna fyrir auðvaldið en ekki þjóðina.

Það verður seint hægt að segja um íslendinga að þeir séu minnugir og í raun rannsóknarefni út af fyrir sig hvað þeir eru fljótir að gleyma.
Þann fjórða apríl síðastliðin voru á Austurvelli samankomin hátt í 22 þúsund manns sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinar og kosningar strax en með klækjum og vel úthugsuðu plotti tókst stjórnarflokkunum að halda stöðu sinni með því að fórna þáverandi forsætisráðherra og gera varaformann Framsóknar að forsætisráðherra.
Almenningur var langt í frá sáttur og lifðu mótmælin fram eftir sumri en þó fækkaði jafnt og þétt í þeim hópi uns aðeins fáir stóðu eftir.

Núna, þegar þrír dagar eru til kosninga er engu líkara en almenningur í landinu sé búinn að gleyma ástæðu þess að kosið er hálfu ári áður en kjörtímabilið rennur út.  Það er engu líkara en almenningur hafi gleymt því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti aflandsreikning ásamt konu sinni á Bresku Jómfrúreyjum en neitaði að gangast við því og í viðtali sem tekið var við hann af Sænska Ríkissjónvarpinu gekk hann út úr viðtalinu þegar hann var spurður út í Wintris málið.

En það liggur meira að baki því að fólk mótmælti.
Það kom nefnilega í ljós að tveir ráðherrar í Sjálfstæðisflokkinum voru líka aflandseigendur en þeir hafa harðneitað að gefa nokkuð upp um þær eignir sínar, snúa út úr og/eða hreinlega beina umræðunni annað ef minnst er á það mál.  Þetta eru núverandi formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal.
Samt virðist sem fjórðungur kjósenda í landinu ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum á laugardaginn.

Minni íslendinga er nú ekki betra en það.

Skoðað: 4835

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir