Lét þingheim heyra það

Skoðað: 2942

Guðmundur Ingi

En verður hlustað?

Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks Fólksins fór í ræðustól í gær í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og lét þingheim heyra það og kallaði stjórnvöld með réttu það sem þau eru, þjófa.

Virðulegur forseti. Ég er kominn í ræðustól eiginlega foxillur, bara reiður. Hvernig dirfist Alþingi að setja lög í þessum þingsal sem mismuna fólki svo gróflega að það nær engri átt? Það eru til lög um að borgari sem fær greiddar bætur upp á 115.000 kr., dráttarvexti, en neitar að taka við þeim er þvingaður til að taka við þeim. Ekki nóg með það, heldur eru þessar bætur notaðar til að skerða sérstakar húsaleigubætur sem og venjulegar húsaleigubætur. Hversu langt getum við gengið í því að níðast á þeim sem geta ekki varið sig? Hvernig getum við leyft okkur að breyta dráttarvöxtum í refsingu til að ná 60, 70 og yfir 100% til baka af viðkomandi einstaklingum, veiku fólki, með lögum frá Alþingi? Það stendur skýrt í stjórnarskránni að það sé bannað að mismuna. Hvernig getum við haft svona lög? Og að það skuli vera gert þannig að skuldir upp á hundruð þúsunda séu stofnaðar vegna dráttarvaxta sem venjulegt fólk úti í bæ fær að eiga, dráttarvaxta vegna þess að það dróst úr hófi fram að borga þessu fólki það sem það átt rétt á.

Með því að ríkið dró lappirnar í tvö ár með að borga þetta gat það safnað upp dráttarvöxtum sem það gat notað til að stela af fólkinu bótunum. Hvers lags vinnubrögð eru þetta? Þetta er okkur til háborinnar skammar og ég spyr: Hvernig gátum við leyft okkur þetta? Hvers vegna í ósköpunum erum við ekki löngu búin að breyta þessu?

Ég tala af eigin reynslu. Fyrir 20 árum fékk ég 3,2 milljónir í bætur sem endaði í 600.000 kr. tapi. Hvað sýnir það? Það sýnir að ekkert hefur breyst. (Forseti hringir.) Fólk fær fullar bætur og passar sig að eyða þeim ekki vegna þess að það veit að það þarf að greiða þær til baka eins og ein skynsöm kona gerði og þurfti að borga 12.000 kr. meira en hún fékk til baka.

Stjórnvöld ætla ekkert að gera í þessum málum, bara stela þessum skaðabótum af þeim sem fengu þær og félagsmálaráðherra, Ásmundur Daði Einarsson er búinn að upplýsa þjóð að hann er getulaus aumingi sem ræður ekki við embætti sitt.

Það má ljóst vera að gangi þetta eftir, að lífeyrisþegar verði látnir borga þær skaðabætur sem þeir fengu, til baka til TR og þar með ríkisins þá er það ekkert annað en þjófnaður.  Þjófanður studdur af ólögum þeim sem stjórnvöld hafa viðhaldið árum saman á þeim sem lægstar hafa tekjurnar og eru undir hæl ríkisvaldsins með afkomu sína og hvort þeir yfir höfuð lifa eða deyja.

Nú stendur það upp á Öryrkjabandalag Íslands að herða róðurinn gagnvart málssókn á hendur ríkinu vegna þessara skerðinga.  Skerðinga sem eru ekkert annað en þjófanður á öllum tekjum sem lægst launaða fólkið í landinu reynir að verða sér úti um og lífeyrisþegar landsins, öryrkjar og aldraðir þurfa að standa saman og að baki sínum samtökum til að mótmæla því að árið 2019 sé enn verið að stela af fátækasta fólkinu og halda því í ánauð fátæktar og eymdar sem í raun kostar ríkissjóð margfallt meira en að hækka bætur almannatrygginga og afnema þjófnaðinn sem þeir kalla skerðingar því það mundi bæta lífskjör þessa fólks, minnka álagið á heilbrigðis og velferðarkerfið auk þess að skapa ríkissjóði tekjur þegar upp er staðið.

En því miður er það svo þegar heimskan og skammsýnin ræður ferðinni þá horfum við upp á áframhaldandi ástand þar sem hinir ríku halda áfram að kúga og mergsjúga þá sem verst standa.

Hér að neðan er ræða Guðmundar Inga.

Skoðað: 2942

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir