Kjaraviðræður á opnum fundum í framtíðinni

Skoðað: 1491

Efling stéttarfélag hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna trúnaðarbrota samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnti Degi B. Eggerssyni að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Samninganefnd Reykjavíkurborgar dreifði villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt var fram 16. janúar síðastliðinn og braut þannig bæði trúnað og lög.

Einnig hefur Efling birt opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur þar sem tekin eru af öll tvímæli þess efnis að öllum viðræðum utan hinna lögboðnu hefur verið slitið og Efling er á leið í verkfall náist samningar ekki á næstunni.

Bréf Sólveigar til Dags má lesa hérna.

Skoðað: 1491

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir